Leita í fréttum mbl.is

Drottinn minn dýri - nú sökkur Framsóknargrenið

xb1.jpgEnn og aftur verður Framsóknarflokknum illilega á messunni. Í vor komst uppum strákinn Tuma, sem reyndist eftir allt saman heita Sygmuendur Wintris von Panama-Kögununar. Þá steyptu þingmenn Wintris von Panama af stóli og síðan hefir hann skrópað í vinnuna. Í sumar og haust hefir allt rekið á reiðanum í Framsóknarfjósinu og pestin þar inni orðin svo eitruð að einungis innvígðir geta dvalið þar innandyra í 5 mínútur án þess að drepast. Og nú ætla þeir að leyfa Sigurði Inga að tala!

Það hefir svo sem ekki legið í láginni, að Sigurður Ingi tekur sig ákaflega illa út í ræðustól, og hvern þann ræðustól sem hann stígur í setur niður við að hafa hann baulandi yfir sér. Og röddin í þessum framsóknarhúskarli - Drottinn minn dýri - rám og draugsleg eins og einhver utan úr öðrum heimi tali í gegnum hann innan úr tómri járntunnu. Enda verða allir hálfsmeykir þegar Sigurður Ingi tekur til máls og fara að hugsa um Gretti, Glám og Drakúla greifa. Að leyfa slíkum vom að ramba uppí ræðustól og ,,tala" á virðulegri fjósasamkomu er fáránlegt, óboðlegt, súrrealismus non grata.

En ef það er ásetningur og almennur vilji húskarla og griðkvenna gömlu Framsóknarmaddömunnar að kynda undir reimleika á fjósaþinginu þá verður það vafasama fólk að vera þess viðbúið, að gólfið á þingstaðnum sökkvi með manni og mús, eins og gjörðist í kirkjunni í Hruna um árið. Og það er vitað hvert gólfið sökkur, það sökkur í Fjóshauginn, þann eiturpytt. Vitað er að Kolbeinn Kolbeinsson hefir varað flokksbræður sínar við að leyfa Sigurði Inga að tala og lagt að þeim segja manninum frekar að halda kjafti og skammast sín. En því miður varð sjónarmið Kolbeins undir að þessu sinni og Sigurður Ingi fær óáreyttur að óhreinka ræðustólinn á Fjósaþinginu.



mbl.is Sigurður Ingi talar á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband