Leita í fréttum mbl.is

Einungis gáfaðir menn geta falsað málverk svo vel sé

egg0.jpgÞað þarf gáfaðan mann til að falsa málverk meistara svo vel sé. Þá er og nauðsynlegt að falsarinn sé drátthagur í betra lagi og ekki minni listamaður í sér og lismálarinn sem falsað er eftir. Þegar falsarinn er allt í senn: gáfaður, drátthagur og listhneygður getur hann gert hreinustu kraftaverk. En ef falsarinn er klauffengur, heimskur og menningarlaus er við búið að allt fari í handaskolum og hann lendi í fangelsi fyrir að svívirða heiðvirða myndlistarsnillinga. Allt um það, þá eru margir málverkaunnendur ákaflega ánægðir með sín fölsuðu skilirí uppá vegg hjá sér, þangað til að þeim skilst að málverkin þeirra eftir Kjarval, Svavar, Gunnlaug og Ásgrím eru eftir einhverja allt aðra heiðursmenn sem varla kunna að dýfa pensli í málningu.

Fyrir nokkrum árum keyptu sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson nokkur málverk eftir íslensku meistarana á uppboði fyrir stórfé. En kaup þessi fóru fram skömmu eftir að Kolbeini tókst með fádæma hugviti og slóttugheitum að draga sér fé svo um munaði án þess að upp kæmist. Sum þessara málverka eru stóreflis flekar sem hver um sig nær að hylja heilu og hálfu veggina í heimahúsum. Lengi vel dáðust þeu sæmdarhjónin og vinir þeirra af málverkunum og snilld meistaranna sem máluðu þau. Kveld eitt, þegar samkvæmi var hjá frú Ingveldi og Kolbeini, slæddist inn til þeirra óhrjálegur kroppinbakur með inngróinn fýlusvip á trýninu. Þessi undarlegi náungi fór þegar í stað að vappa milli hinna glæsilegu málverka og rýna í þau með andstyggðarsvip á andlitinu sem sífellt færðist í aukanna.

ko33Þegar kroppinbakurinn hafði skoðað nægju sína snöri hann sér að húsráðendum, og var nú orðinn eins og þrumuský til augnanna, og tilkynnti þeim viðstöðulaust að öll málverkin sem prýddu veggi heimilis þeirra væru fölsuð; þessi andskotans ófögnuður væri greinilega eftir einhvern götustrák eða slordóna sem hefi gaman að því leika á fólk og gera það að fíflum. Þessar hryllingsmyndir, því þetta væru hryllingsmyndir, væru ekki meira virði en notaður skeinispappír og ættu þar af leiðandi að fara á sorphauginn með fyrstu ferð sem til félli. Eftir heimsókn hroppinbaksins hafa þau sæmdarhjón, frú Ingveldur og Kolbeinn, litið málverk sín hornauga og þrjú þeirra eru komin útí bílskúr þar sem þau hanga uppá veggjum með bakhliðina fram.


mbl.is Meint fölsun á verki Svavars boðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband