Leita í fréttum mbl.is

Barátta hennar

ingv16_1240389.jpgFrú Ingveldur er orðin löngu leið á að klöngrast langar leiðir í ríkið til að kaupa sér brjóstbæti. Þá hefir hún ekki minni viðbjóð á því að geta ekki farið í búð á kveldin og nóttinni eftir sömu vöru; sunnudagarnir eru svo kapítuli útaf fyrir sig. Kolbeinn Kolbeinsson, eiginmaður frú Ingveldar, er innilega sammála konu sinni um fráleitt fyrirkomulag áfengissölu, ekki síst kveld nætur og um helgar, sömuleiðis Máría Borgargagn, Indriði Handreður, Brynjar Vondalykt og Óli apaköttur. Öll eru þau sjálfstæðtt fólk, nema Kolbein, Borgargagnið og Handreðurinn, en þau eru sem kunnugt er framsóknarfól. 

roni.jpgÞeir eru ekki ófáir mánudagsmorgnannir, sem frú Ingveldur og hennar vinir hafa mátt hefja vinnuvikuna á því að brjótast af hörku, marga kílómetra, gegnum ófærð, stórhríð, steypiregn, storm, fárviðri, til þess að sækja lífsbjörgina í eitthvert af einokunarútibú ríkisins. Stundum hafa þau verið við að bugast áður en áfangastað var náð; Kolbeinn kom til dæmis eitt sinn skríðandi á fjórum fótum inn ríkisgófið, klakabrynjaður og marghrakinn. Og hvað haldið þið að svínin, sem starfa fyrir ríkið við brennivínssölu hafi gert þegar þau komu auga þá hinn þjáða mann? Jú, þau ráku upp illkvittnishlátur og drógu hann á löppunum útúr ríkinu, útí gaddfrostið og stórhríðna, og spörkuðu í bakið á honum að skilnaði. Eftir þessa manndómsraun lá Kolbeinn rúmfastur um skeið með kalbletti á tánum óg á eyrunum. 

ing11.jpgUm árabil hefir frú Ingveldur háð baráttu gegn hinu hroðalega, ómannúðlega, einokunarfyrirkomulagi ríkisins á vínsölu. Mörgum sinnum hefur hún fengið unga auðnuleysingja, sem fyrir handvömm höfðu slæðst inná þing í það og það sinnið og gengdu því vafasama starfsheiti þingmaður, til leggja fram frumvörp til laga um brennivínssölu í matvöruverslunum og kjörbúðum. Eins og þekkt er, hefir baráttan um brennivínið verið löng og ströng; mikið þolinmæðisverk í stöðugum mótvindi. Loksins hafa nú skipast veður í lofti og brátt mun baráttu frú Invegldar, eiginmanns hennar, og þeirra vina, ljúka með fullnaðarsigri þeirra, sem mun gjöra þeim aðdrátt aðfanga auðveldan og umfram allt gleðilegan. Þaðan í frá mun Kolbeinn Kolbeinsson ekki þurfa að leggja sig stórfelldan lífsháska til að sækja sér afrétting.


mbl.is Allt er þegar þrennt er?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér sýnist Kolbeinn verði að muna að kaupa rör!

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2017 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband