Leita í fréttum mbl.is

Hljómsveitin Samfaraflokkurinn, starf hans og endalok

band1Okkur varðar víst lítið um einhvern fjandans Framfaraflokk í Noregi og stórbilaða aðdáendur hans, norska eða íslenska. Hinsvegar er mun viðkunnanlegra að minnast rammíslenskrar hljómsveitar, sem gerði garðinn fægan fyrir þetta þrjátíu til fjörutíu árum og hét Samfaraflokkurinn. Var til þess tekið hve meðlimir og meðláfur þessarar mögnuðu sveitar voru fjörug og galsafengin á sviði. Ekki þóktu söngvar Samfaraflokksins mikið síðri er sviðsframkoma listamannanna. Svo fór þó að lokum, að vissir klerkar bannfærðu Samfaraflokkinn og báðu hann aldrei þrífast og visna upp og verða að steindauðu sinustrái og í kjölfarið var starfsemi flokksins stranglega bönnuð með lögum frá Alþingi Íslendinga eins og þar færu illræmd glæpasamtök. Var þá fátt fínna drátta þjénanlegri fyrir meðlimi og meðláfur Samfaraflokksins en að einhenda sér í borgaralegan þegnskap.

dog4Í hljómsveitinn Samfaraflokknum voru frú Ingveldur, þá talin jómfrú, hvernig sem á því stóð, en þess utan beggja handa járn, Kolbeinn Kolbeinsson, kaupfélagsstjórasonur að norðan, drykkfelldur og dópgjarn og hálfgert svín í ofanálag, Máría Borgargagn, vel þekkt af vergirni og þindarlausum neðanbeltisórum, og síðast en ekki síst trommuleikarinn góðkunni, Brynjar Vondalykt, marghertur frá barnsaldri af heimilisofbeldi og brennivínslátum í föðurgarði. Samfaraflokkurinn flutti mest frumsamda tónlist við frumsamda texta, sem voru þannig úr garði gerðir, að allir sómakærir borgarar, er á hlýddu, fylltust skelfingu og viðbjóði. Fyrir nú utan að fækka fötum meir en góðu hófi gengdi og láta dólgslega að kynfærum og afturendum hvurs annars, lét Samfaraflokkurinn eftir sér að myrða dilk á einum tómleikunum, en dilknum höfðu þau stolið úr túni Brynjólfs bónda, hengja tvær varphænur eins og glæpamenn en höggvar aðrar tvær með skaröxi. Þá létu meðlimir og meðláfur Samfaraflokksins ekki undir höfuð leggjast að kasta af sér vatni yfir tónleka gesti, berja þá og niðurlægja með ruddafengnu orðbragði. Loks hengdu þau rakka á sviðinu, það var átakanleg sjón.

dollSvo kom að því að síra Baldvin, sóknarprestur og prófastur til Gemlufallsþinga, tók sig til og brá sér á njósn um þann illa ræmda Samfaraflokk. Hinn mikli kirkjuhöfðingi laumaðist bakatil að samkomuhúsi einu í sókn hans þar sem Samfaraflokkurinn barði bumbur og tíndi af sér spjarirnar innandyra. Þegar síra Baldvin hafði hlustað þungbúinn á hljóðin er út bárust opnaði hann tösku sína, dró upp knálegar víraklippur og tók sundur strenginn sem flutti rafmagnið inn í samkomuhúsið og hvarf að því búnu heim til sín. Daginn eftir bannfærði síra Baldvin Samfaraflokkinn við almenna stórmessu í höfuðmusteri prófastdæmisins. Þar með var skriðan farin af stað og í henni tortímdist hljómsveitin Samfaraflokkurinn.   


mbl.is „Í dag myndi ég kjósa nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þú ert nú einn af þeim bestu pennum sem ég hef lesið

á eftir Sverri Stormsker.

Hnitmiðað, ekta svartur húmor, tala nú ekki um

nálægt sannleikanum þó svo það megi ekki segja.

Brilljant......:)

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.3.2017 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

 Takk fyrir, takk.

Jóhannes Ragnarsson, 4.3.2017 kl. 22:11

3 Smámynd: Ármann Birgisson

Alltaf góður og drepfyndinn.laughing

Ármann Birgisson, 5.3.2017 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband