Leita í fréttum mbl.is

Nútímajesús hrópar úr eyðimörkinni

kross1Alltaf er hann að, blessaður drengurinn, og lætur ekki andstreymi lífisins buga sig. Hans huggun er komin úr heilagri ritningu, þar sem segir, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Það eru einugngis helgir menn, sem fá að þjást og krossfestast í sínum heimahögum. Sá hinn sami og talaði um ,,spámennina í föðurlandinu" varaði víst líka við falsspámönnunum, en okkar piltur tekur það ekki til sín og blæs á soleiðis þvaður. - Og svo kyngimagnaður er drengurinn okkar, að fyrir utan að vera bóndi að Hrafnabjörgum, - eða er hann bóndi í Sumarhúsum? - þá frelsaði hann heiminn, en þó einkum og sér í lagi Ísland, áður en hann hóf að frelsunarstarfið. Geri aðrir betur. Síðar skálduðu illmenni upp andstyggilegar lygar um þennan veslings drotins krossbera og gengu svo langt í ósvífni sinni, að falsa viðtal við hann til að koma á hann höggi.

Já, Sigmundur okkar Dávíð er sannlega smurður nútímajesú íslensku þjóðarinnar, bjargvætturinn með kraftaverkin að vopni og drotinn Mammon í rassvasanum. Hann fékk guðlega heilagsandaköllun, var blessaður af gömlu Framsóknarmaddömunni og gerðist ráðsmaður hennar og tók til við að flytja bágstöddum fjallræður. En fræðimenn og farísear hugsuðu ráð sín í laumi og biðu tækifæris til að koma hælkrók á hinn bjarta og velþykka pabbadreng og neyta falls hans með lukkulegri krossfestingu. Og alveg eins og í Passísálmunum hans Hallgríms sáluga um afneitan Péturs lærisveins á meistara sínum, afneitaði þorri framsóknarmanna Sigmundi Dávíð, kváðust ekki þekkja hann, hafa aldrei heyrt á hann minnst, fyrr né síðar.

Í dag stendur Sigmundur Dávíð með krossinn á bakinu aleinn úti í miðri eyðimörkinn, fyrirlitinn af föðurlandinu, en einkum þó Framsóknarflokknum, og hrópar og hrópar, öskrar og veinar, án þess nokkur gefi hljóðum hans gaum, enda ekki hægt um vik að nema orðaskil úr barka hins háværa frelsara. Jú, einhver lagði til, að settur væri hljóðkútur á manninn til að dempa hávaðamengunina sem af honum stafar. Til eru að vísu menn, en þeir eru afar fáir, sem eru að bauka við að setja saman dulítil guðspjallakver um nútímajesúsinn Sigmund Dávíð, frelsunarstörf hans og spámennsku í föðurlandinu. Því miður vantar enn botninn í umrædd guðspjöll, því upprisa hins krossfesta nútíðarmessíasar ætlar að láta á sér standa. Svo er aftur annað mál, aldrei hefir falsspámaður frelsað nokkurn mann né framið kraftaverk og enn síður stígið upp til hymmna.


mbl.is Fengið allt sitt fram á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Amen:) Kannski kemst kallgreyid i heilagramannatolu thegar ADRIR eru bunir ad leysa oll thessi vandamal sem frelsarinn lagsi af stad med

Gunnar Sigfússon, 5.3.2017 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Við skulum vona, Gunnar, að hann verði tekinn sem fyrst í helgra manna tölu, svo áhagendur hans geti látið gera skúrgoð af karlinum sem þeir geta tilbeðið í þar til gerðum kapellum.

Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2017 kl. 18:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Blessaður Bylgjunnar Bretastýrði baráttudrengurinn, blaðskellandi og brotsjórekinn upp fyrir fjörusteinanna rænda landhelgi Íslands. Þvílíkt boðafallanna Bylgjunnar hrakningaferðalag.

Og virðist nokkuð sáttur við hversu vel sjóferðin gekk?

Þetta fréttabrot Moggans skilur víst eftir fleiri spurningar heldur en svör? Sumir vita sjálfsagt meir en aðrir, um þetta mál málanna.

Gangi drengnum annars sem best að fóta sig í lífsins ólgu sjó óhreinnar pólitískrar stjórnsýslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2017 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband