Leita í fréttum mbl.is

Allt klárt

auð1Jæja, þá er allt klárt fyrir næsta Hrun, glæsilegir fulltrúar braskarastéttarinna við völd, meðvirkur seðlabakastjóri, péningapervertískur arkitektúr á borðinu; sem sagt : allt til reiðu fyrir auðvaldið að láta greipar sópa. Svona eiga bændur að vera. 

Nú verður aftur gaman gaman og illþýðið grillar öll kvöld og þambar hvítvín þar til það stendur á blístri. Svo verður aftur hrun og Jóhanna og Steigrímur verða kölluð á vettvang til að moka flórinn. En péningapervertarnir setjast að skriftum og semja réttlætingarritgerðir um hrunið og finna heppilega sökudólga því að hinir raunverulegur sökudólgar eru alltaf firrtir allri ábyrgð á gróðabralli sínu og glæpum gegn eigin þjóð.

RæningiÞað hefur heldur ekki legið í láginni að peningapervertarnir hyggja á stórfellda einkavæðingu með afnámi haftanna, en einkavæðing fellst að öllu leyti í því að stjórnmálaarmur auðvaldsins tekur sameiginlega eignir landsmanna traustataki og færir kapítalistunum fyrir einhverja málamyndaupphæð sem seint eða aldrei er innt af hendi. Raunar finnast því miður enn úrtölukvikindi hér á landi sem hika ekki við að líkja okkar ástkæra auðvaldi við skipulögð glæpasamtök sem hafi að atvinnu að stela öllu steini léttara frá almennigi og leiki sér að því að rugla þennan sama almenning svo rækilega í ríminu að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, þekkir ekki hvítt frá svörtu né hvað snýr upp og hvað snýr niður og kyssir vöndinn heitt og innlega eins og hann væri stóra ástin í lífi hans.


mbl.is Öll fjármagnshöft afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband