Leita í fréttum mbl.is

Sko minn kall, - sá hefir nú lært fræðin sín

kolb10Sko minn kall, - vill ekki boð og bönn, bara hjóla yfir allt hvað fyrir verður. Bara þessi frelsishetja lendi ekki í árekstri við steypubíl í Ártúnsbrekkunni og eyðileggi hann og slasi máske ökumanninn. Það er ugglaust að frelsishetja af þessu kalíberi hefir hlotið heilnæmt og gott uppeldi í Heimdalli undir leiðsögn ekki minni garpa en Hannezar Hólmsteins og frú Andersen. Alveg merkilegt hvað margt gott kemur frá Heimdalli.

Og ef mér skjöplast ekki því meir, þá hefir hinn frjálshuga hjólreiðakappi notið uppörfunnar og handleislu frú Ingveldar, sem þekkt er fyrir frábær tök á snjöllum ungmennum. Til dæmis skapaði hún Óla Apakött úr aungvu. Drengstaulinn sá ráfaði alla æsku sína um eins og viðundur í heimbæ sínum úti á landi sveitungum sínum til leiðinda. En þegar hann fyrir tilviljun kynntist frú Ingveldi og hennar fólki varð hann á einu augnabliki að frjálshyggjumanni, gekk í Heimdall og þaðan lá leiðin aðeins upp á við. Nú er hann vel metinn heimagangur á heimili frú Ingveldar og Kolbeins og fær að taka þátt í heimilishaldinu eins og fullgildur limur. Aðeins skyggir á gleðina að Máría borgargagn, sem er úr sömu sveit og Apakötturinn, segir að þar sé bölvuð lekandafýla af honum og manni sínum, Indriða Handreði hefir hún meinað með öllu að bregða sér afsíðis með Apakettinum, nóg sé nú samt.

kolb15En frjálsir hjólreiðungar sem gefa frat og skít í boð og bönn og þeytast bæði drukknir og dópaðir um stræti, torg, stofnbrautir og ártúnsbrekkur, eru sannarlega framtíðin á Íslandi. Þessir vatnskettir eru svo snarir að spýtast eins og eldingar milli trukka og traktora að unun er að sjá. Til mótvægis er gaman að nefna ófarir Brynjars Vondulyktar á reiðhjólinu sem hann stal fyrir utan Kaffi París. Hann þaut í hendingskasti upp Bakarabrekkuna og þaðan upp að Hallgrímskirkju. Svo ætlaði hann að láta sig renna á hjólinu niður Skólavörðustíg og var kominn vel áleiðis þegar gömul, foldgná kerlingartrunta sté í veg fyrir hann. Úr þessu varð herfilegt slys: hjólið eyðilagðist, Vondalyktin kastaðist langar leiðir og lá í roti er að var komið, en kélíngartruntan, hún stóð af sér höggið og var lögð af stað í átt að Brynjari Vondulykt í öngviti þeirra erinda að myrða hann fyrir gáleysislegan reiðhjólsakastur þegar góðviljaðir menn tóku hinn meðvitundarlausa millum sín og drógu hann inn um næstu dyr og tóks að læsa hurðinni áður en kérlíngarsvarknum tókst að ná til þeirra.   


mbl.is „Ég vil ekki boð og bönn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband