Leita í fréttum mbl.is

Er Oddný óheiðarlegur pólitíkus eða uppfull af áunninni ruglandi?

Einkathotur-rikisstj-geir_1152654354Hvernig er það með Oddnýju þessa Harðardóttur og aðrar viðlíka kratakindur? Er þeim lífins ómögulegt að skilja að Samfylkingin, og önnur fyrirbrigði í svipuðum dúr, eru ekki vinstri flokkur í nokkrum skilningi þess orðs í stjórnmálalegu samhengi, hvað þá sósíalískur flokkur? Eða er Oddný vísvitandi að blekkja fólk og rugla það í ríminu með þessum þvættingi? Samfylkingin er borgaralegur hægriflokkur, ekki ósvipaður Sjálfstæðisflokknum nema hvað Samfylkinguna skortir alvöru forríka auðvaldsblesa sem halda ævinlega tryggð við Sjálfstæðisflokkinn. Og ekki var Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, skárra jukk; sá ónytjungaflokkur var að vísu vinstri sinnaður fyrstu 15 ár ævi sinnar en eftir það gerist hann hjáleiga á höfuðbóli auðvaldsins.

Svo væri svo sem vert að spyrja kratakindurnar um hvaða déskotans ,,sameiningu á vinstrivængnum" þær eru einlægt að jarma um. Það gengur ekki að sameina eitt eða neitt sameiningarinnar vegna og þá enn síður þegar langt er milli manna í villurökkri kratismans. Hefur það yfirleitt einhverja þýðingu að sósíalistar sameinist jafn fjarlægum söfnuði og kratagörmunum sem byggja allt sitt á háborgaralegri hagfæði auðvaldsins? Þetta var reynt með sameiningu Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og útkoman varð ófélegur pólitískur krypplingur í anda kratismans og kapítalismans. Ef eitthvað skemmtir Skrattanum þá eru það kratakindurnar og krataeðlið, þessar lekabyttur auðvaldsins sem alltaf bakkar það upp á efnahagskrepputímum.

Hitt er svo aftur annað mál hvort Sósíalistaflokkur Íslands með menn eins og Gunnar Smára, Ragnar Önundarson og Mikael Torfason eigi ekki raunverulega heima með hægrislúbertunum í Samfylkingunni eða VG, nú eða Framsókn og Viðreisn. Ég man ekki betur en þessum náungum hafi á umliðnum árum legið fremur íllt orð til sósíalisma, hæðst að honum á yfirlætisfullan hátt og gert lítið úr heiðarlegum og staðföstum sósíalistum. En við skulum sjá hvað setur, en það er engin ástæða fyrir rótækt fólk að hlaupa upp til handa og fóta þótt svona karlar þykist hafa frelsast til róttækrar vinstrisetefnu. Það er oft betur heima setið en af stað farið í þessum efnum. 


mbl.is Styrki frekar Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þetta hvorttveggja sé að hrjá hana; ÓHEIÐARLEIKI OG ÁUNNIÐ RUGL.......

Jóhann Elíasson, 12.4.2017 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband