Leita í fréttum mbl.is

Verður hún í buxum - eða týndi hún þeim um borð í Skalla

,,En ég er að hugsum
hvort hún sé í buxum."

ing15Þessi fallega ljóðlína úr ranni þjóðskáldsins kom ósjálfrátt upp í hugan um leið að ég las fyrirsögnina að greininni um kjólinn hennar Pippu. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að sona hispursmeyjar séu í buxum undir kjólnum, því ekki þarf að vernda meydóminn lengur og so þurfa fraukur á borð við Pippu að vera frjálsar við þvinganir þegar þær kveða drundrímur. Og þá streymir enn fremur inn í hugan spakmæli M. Sckonsukarls, er hann mælti af munni fram í símasamtali við lata frillu sína: ,,Já eska. Til hvers að fara í nærbuxur eska? Það er bara til að fara úr þeim aftur, eska."

Sennilega er þó óþarfi að hafa áhyggjur af umbúnaði Pippu frá Miðtúni þegar hún draugast loks upp að altarinu. Þetta er heillakvendi, gljáfægð postulínstuðra með sjálfvirkan sleppibúnað. Einhverju sinni var Kolbeinn Kolbeinsson við brúðkaup; hann gat ekki á sér setið, þegar athöfnin í kirkjunni stóð sem hæst, að gægjast upp undir brúðarkjólinn. Að því loknu hlammaði hann sér aftur í sætið með efri vörina uppbretta, - hann sem sé fýldi grön eins og hrútarnir um fengitímann. Svo réðist faðir brúðarinnar á Kolbein í brúðkaupsveislunni og reif allar tölurnar úr skyrtunni hans og rak knéð í nárann á honum. Sem betur fer var faðir brúðairnnar góðvinur Kolbeins, sá kunni borgari Brynjar Vondalykt. Dóttir Brynjars er líka Vondalykt, svo ekki þarf að áfellast Kolbein fyrir að gæta undir kjólinn atarna.

Það er bara eitt sem vantar við brúðkaup Pippu litlu frá Miðtúni, það er brúðgumann, því varla ætlar stelpuskjátan að giftast sjálfri sér, - eða hvað? Hvurgi neinsstaðar hefi ég heyrt nokkurs manns getið sem ætlar að kvænast dömunni. Og ekki er trúlegt að Pippa sé í þann veginn að ganga í hjónaband með annarri konu, önnur eins hormónasprengja sem hún er. Það er kanski orðið aukaatriði nú til dags að einhver giftist einhverjum þótt brúkaup sé haldið. Ef so er að Pippa haldi brúðkaup án þess að giftast nokkurri persónu þá má fjandinn sjálfur eiga það hvort hún verður í buxum undir brúðarkjólnum á brúðkaupsdaginn eða ekki. Eða standa þessar línur ekki í ,,Brúðkaupskvæði til Bergljótar":

,,Upp að altari skreiðist með skjálfandi lær
því skærgula nærbrókin týndist í gær -
um borð í bátnum hans Skúla á Skalla.   


mbl.is Allt um brúðarkjólinn hennar Pippu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband