Leita í fréttum mbl.is

Þorgarður Þorgarðsson skipstjóri

kap.jpgÁ sínum tíma forðuðust allir að hafa afskipti af Þorgarði skipstjóra Þorgarðssyni þegar honum þóknaðist að sigla ölvaður um hafið. Enda hefðu þeir sem það hefði reynt fengið hressilegar fyrir ferðina. Þegar sá gállinn var á Þorgarði sigldi hann vel drukki inn og út úr höfnum og varð þá allt að víkja er fyrir honum varð. Og þó að að margir skelfdust aðfarir Þorgarðs, hvort heldur hann var fullur eða ófullur, þá var skelfingin þó mest um borð hjá honum sjálfum. Það var heldur ekkert gamanmál fyrir menn að skreiðast á dekk hjá Þorgarði yfirleitt, en ef hann hafði í staupinu keyði iðulega svo um þverbak að karlarnir töldu sig í stöðugri lífshættu. Ekki var nóg með að þessi hamstola hafgammur miðaði hreindýrariffli sínum á karlana á dekkinu, heldur átti hann til að hlaupa á sokkaleistunum niður á dekk til lumbra á einhverjum hásetanum sem honum þókti vinna illa.

Í heimahöfn höfðu menn fyrir margt löngu lært að láta sér standa á sama um djöfulgang Þorgarðs Þorgarðsonar skipstjóra, en í öðrum höfnum áttu heimamenn í stökustu vandræðum með að þola þennan gríðarlega kaptuga. Á einhverjum stað sendu hafnarverðir fjögur heljarmenni í lögreglubúingum um borð til Þorgarðs og var ásetningurinn að taka hann fastann fyrir ölvun við skipstjórn og tjón á smábátum sem hann hafði keyrt utan í. Ekki var þessi ferð fjórmenninganna til mikillar frægðar fyrir þá, því Þorgarður skipstjóri tók á móti þeim af svo mikilli einurð að lögreglumennirnir vóru allir, fjórir að tölu, bornir í land í öngviti.

En þó að fyrirferð Þorgarðs skipstjóra væri mikil þegar hann var við róðra þá margfaldaðist hún að umfangi við vertíðarlok því að þá tók Þorgarður til við að jafna reikningana við ýmsa yfirgangshunda sem hann taldi sig eiga sökótt við. Af þeim sökum fóru margir í felur þegar þeir vissu að vertíðarlok væru hjá stórkapteininum og aflakónginum Þorgarði Þorgarðssyn, sem fyrir bragðið mátti sóa dýrmætum tíma í að leita að óvinum sínum. Og frekar en ekki neitt, þá varð hann stundum að láta sér lynda að berja kerlingar og krakka þessara manna þegar hann var orðinn úrkula vonar um að finna þá áður en næsta vertíð byrjaði.


mbl.is Ölvaður skipstjóri sigldi í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband