Leita í fréttum mbl.is

Myndin er frá brúðkaupsdegi frú Ingveldar og Kolbeins

prestur2Ég fæ ekki betur séð en mynd Mörtu Smörtu, sem fylgir fréttagreininni ,,Hrikalega dónalega brauðkaupsmynd" sé vel gömul, komin til ára sinna sem maður segir, og sé af þeim Kolbeini Kolbeinssyni og eiginkonu hans, frú Ingveldi, tekin á brauðkaupsdegi þeirra laust fyrir 1980. Sá sem tók myndina var svaramaður og kviðmágur Kolbeins, blessunin hann Brynjar Vondalykt. Þetta var tímamótabrúðkaup og presturinn sem gaf þau frú Ingveldi og Kolbeins saman var værðarklerkurinn séra Atgeir p. Fjallabaksen. Séra Atgeir var lengi illfáanlegur til að framkvæma þessa giftingu enda lét hann ekki af verða fyrr en Brynjar Vondalykt og Indriði Handreður voru búnir að hella hann blindfullan.

En einhvers staðar eru til fleiri myndir úr giftingarmyndaseríu frú Ingveldar og Kolbeins. Eftir að Vondalyktin hafði filmað myndina sem fylgir frétt Mörtu Smörtu, þá skiptu þeir Kolbeinn um hlutverk og þar á eftir skiptu frú Ingveldur og Kolbeinn um hlutverk og frú Ingveldur tók sér stöðu bak við myndavélina. Í sjálfri brúðkaupsveislunni stóð síðan frú Ingveldur nýbakaðan eiginmann sinn að ósæmilegum athöfnum með Máríu Borgargagni og þar á eftir lét faðir brúðgumans, Kolbeinn Kolbeinsson eldri, sér ekki muna um að gefa Borgargagninu eitt rigtig godt knald í vitna viðurvist. Þetta var semsagt frábært brúðkaup og eftirminnilegt og allir með buxurnar á hælunum.

Daginn eftir brúðkaup frú Ingveldar og Kolbeins varð Indriði Handreður, maður Máríu Borgargagns, eitthvað afbrýðisamur út í gamla Kolbein og hóf leit að honum með það að markmiði að taka karlinn af lífi fyrir að hafa fíflað Borgargagnið. Svo fann Handreðurinn Kolbein eldri á knæpunni í Naustinu og þar laust þeim saman. En þó að Indriði væri á besta aldri þegar þetta gerðist og gamli Kolbeinn um það bil þremur áratugum eldri, þá fór svo að lyktum að hinn eldri lúbarði þann yngri hálfpartinn til óbóta. Skömmu síðar flutti sjúkrabifreið Indriða Handreð á slysavarðstofuna, en barþjónninn færði Kolbeini eldri fullt glas af koníaki á reikning hússins fyrir að hafa yfirbugað aðvífandi ofbeldismann.


mbl.is Hrikalega dónaleg brúðkaupsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband