Leita í fréttum mbl.is

Sugurnar og flugurnar - og líka dálítið um smá bæn til Fjandans

Þær sáust hér í logninu sugurnar
og settust eins hundar á foldina (og menguðu moldina)
Svo flögruðu þær í burtu flugurnar,(fúkkalegu dúkkulegu sugurnar)
en fýlan af þeim loddi í nösunum (líka í flestöllum vösunum).
En þeir syngja ennþá um sugurnar, sugurnar, sugurnar;
um sugurnar, blessaðar stuttpilsuðu flugurnar.

ingvEins og sést hér að ofan, þá beitir frú Ingveldur nýjum bargarhætti þegar hún kveður hinum sí-sjúgandi næturflugum óð. Sjálf segir hún, að ljóðið hafi hún orkt þegar sumarið var búið og haustnæturnar teknar að lengjast, enda leynir hljómfall tregastrengsins ekki í ljóðinu ef að er gáð.

Það kveður hinsvegar við annan tón í ljóði frú Ingveldar sem hún frumorkti til að kveða gamla Kolbein tengdaföður sinn Kolbeinsson niður. Sannast sagna var karldjöfullinn mesta fúlmenni og fól, og er það enn þann dag í dag, því ekki vill hann drepast þó aldur hans segi til um að hann ætti fyrir lifandis löngu að vera kominn undir græna torfu. En það lifir víst lengst sem lýðum er leiðast:

Illi Sathan eigðu
orðastað við kvalda
konu sem að dreymir
tortíming tengdaföður,
terroristans leiða.
Æ veiddu hann í villu
vondan íllskufólann;
berðu hann fyrir björgin
svo brotni hryggr og leggur.

Dátt mér Djöfull þjóni,
og dragi hann í ræmur,
Kolbein öldung Kolbeins
kattarláfu jóla.
Víst svo þykir þurfa
þúfur geðs að slétta,
Fjandinn fyrir mig vinnur
framtíð öllu betri.

Er skemmst frá því að segja, að Kolbeinn Holbeinsson yngri komst í laumaðist í kveðskap konu sinnar og færði föður sínum kvæðið. Gamla illyrmið varð frávita af heift og réðst á tengdadóttur sína með hnúum og hnefum, orðbragði og andstyggð. Þeirri orustu lauk með því að gamli Kolbeinn lagði eld að þáverandi heimili sonar síns og tengdadóttur og hugðist brenna þau inni eins og ósjálfbjarga hænsn. Á ögurstundu vörpuðu frú Ingveldu og Kolbeinn sér bæði út um glugga og tókst að komast í var, en húsið brann til ösku. Skall þar hurð nærri hælum, en gamli brennuvargurinn skokkaði heim, glaður í bragði, því hann þóttist viss um að ungu hjónin lægu grillsteikt í öskuhrúgunni.

 


mbl.is Hugðust eyðileggja Panama-skurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband