Leita í fréttum mbl.is

Ferðamennskudjöfullinn grassérar eins og banvæn farsótt

old1.jpgNú, það er bara eins og Andskotinn sjálfur og árar hans hafi verið að verki við hliðina á Hörpu, slík er hörmungin. En þetta er víst það sem ferðamennirnir vilja sjá, það eykur á hina margumtöluðu upplifun, sem sagt er að flækingar sækist efir. So veit aunginn til hvurs er verið að byggja hotél þarna; líklegasta skýringin er að sú bygging sé eingöngu framin til þess eins að hotélið geti farið á hausinn. Og brátt kemur að því að ferðamenn fara að forðast Ísland því upp er komin orðrómur erlendis, að Íslendinar séu í fyrsta lagi heimskir og forhertir okrarar, í öðru lagi ræningjar, og í þriðja lagi leggi þeir vegi sína þannig að fjöldinn allur af erlendum ferðalöngum húrrar út af þeim og andast eða stórslasast til frambúðar. Ef svo fer sem horfir verður ferðamannaplágan liðin tíð innan skamms, enda eru lánardrottnar þegar byrjaðir að reikna út kröfur sínar á hendur væntanlegum þrotabúum í gisti- og veitingabransanum.

Í kvöld ferðaðist ég frá heimili mínu í Ólafsvík til Reykjavíkur og þaðan til Kópavogs. Það var hræðilegt ferðalag og slítandi. Á móti okkur komu glæsijappar í löngum runum og hafði hvur um sig vagn í eftirdragi sem voru á við einbýlishús að stærð. Ekkert þessara tryllitækja ók á minna en 150 kílómetra hraða þannig að einbýlishúsin bókstaflega dingluðu og hoppuðu aftan í þeim. Inn á milli þeyttust svo litlir kappakstursbílar á enn meiri ferð og skutust þegar minnst varði út úr röðinni eins og pöddur og drifu sig fram úr næsta einbýlishúsi á undan.

Þegar við komum í Borgarnes áðum við í einhverjum söluskála í þjóðbraut. Þar var margt um manninn og allir að flýta sér. Í biðröðinni mátti ég þola olngbogaskot og hrindingar af hálfu smámenna og grimmra kerlínga og það var Guði einum að þakka að ég var ekki hreinlega ekki myrtur á meðan ég beið afgreiðslu innan um þennan þokkafénað. Þó sá ég þarna merkisfólk, frægt af fágaðri kurteisi og blíðum mannasiðum, sem reyndi að koma góðu til leiðar í þvogunni. Þarna voru tildæmis þau sæmdarhjón frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson og stóðu í stympingum við einhverja drulludela við afgreiðsluborðið. Enn fremur vóru þar Indriði Handreður og Máría Borgargagn, sem var eins og eins og á heimavelli í þessum ómenningarmannvaðli, sem mér skilst að hafi allur verið á ferðalagi. Svo slapp ég ásamt ferðafélögum mínum úr þessari andstyggðarprísund í söluskálanum og ókum rakleitt til Reykjavíkur, - sem er blessunarlega hálf-tóm þessa stundina því megnið af lýðnum er stokkinn út á land að ferðast. 


mbl.is Sundurgrafinn miðbær séður úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband