Leita í fréttum mbl.is

Ferðamannaplágunni fylgir heimska og ógæfa

flæk1Ferðamenn eru undur illa að sér og heimskir, sem ekki er furða því einugis heimskingjar ana út í ferðalög. Vonandi kannast sem flestir, sem ég er reyndar efins um, við málsháttinn: ,,gæfumaður er sá er aldrei fer í ferðalag; þeir sem hafa lesið Brekkukotsannál sér til gagns vita af hverju ógæfa Garðars Hólms stafaði. Og fyrst að ferðamenn eru heimskir og innantómir, hvað má þá segja um þá sem gera sér heimsku ferðamanna að féþúfu? Má ekki með sanni segja að þeir sem græða á einfeldningshætti ferðamanna séu ekki aðeins heimskir heldur ómenni í þokkabót? Þið munið máski hvur það var sem fyrstur stundaði ferðamannaiðnað á Íslandi? Eða er það ukkur máske hulið eins og margt annað.

Já. Í gamla daga kom ég stundum á stað sem heyrir Bretlandseyjum til. Þar héldu allir að Íslendingar væru eskimóar, skrælingjar, byggju í snjóhúsum og ætu sleðahunda. Og í okkar gamla herralandi, Danmörku, vissu menn ekki annað en Íslendingar væru villimenn sem lifðu á að hafa sauðfé í hvurt mál, en þessháttar fæðu telja Danir virkilegan óþverra. Þegar svo fólk frá öðrum þjóðum leggja land undir fót og ferðast til Íslands er höfuðið á þeim fullt af sérkennilega skemmtilegum hugmyndum um land þetta og íbúa þess. Af þeim sökum þarf aungvann að undra þótt útlendingar haldi að Íslendingar geti kveikt og slökkt á eldfjöllum og norðurljósum á sama hátt og aðrar þjóðir jveikja og slökkva á ljósaperu heima hjá sér.

Eitt sinn lentu frú Ingveldur og Kolbeinn maður hennar í mestu brösum með útlendinga á fjöllum. Þau fóru Fjallabaksleið með þeim Máríu Borgargagni og Indriða Handreði af því þeim langaði að sjá þann stað sem séra Atgeir p. Fjallabaksen og hans ætt er upp runnin. Það var þarna að fjallabaki sem þau frú Ingveldur rákust á sex erlenda ferðamenn, þrjár konur og þrjá karla. Hin útlensku hjú urðu skelfingu losin er þau sáu frú Ingveldi og hennar fólk því þau héldu þetta vara útilegumenn, mannætur og nauðgara. Hinsvegar sáu hinir erlendu sér aungrar undakomu auðið því þau voru króuð af í gili nokkru og hamraveggir á þrjá vegu. Þegar frú Ingveldur og þau hin voru því sem næst komin að útlendingunum réðust þeir á þau af hamslausri mannvonsku. Í fyrstu lotu féllu bæði Máría Borgargagn og Kolbeinn Kolbeinsson. En í þeirri annarri rotað frú Ingveldur þessi sex útlendu óhræsi, hvurt um sig með einu vel völdu höggi. Síðan leitaði frú Ingveldur á hinum föllnu og hafði af þeim öll verðmæti og hafði á brott með sér sem herfang. Daginn eftir þegar menn komu á vettvang fundu þeir einungis einar nærbuxur af kvenmanni á þeim stað sem orrustan fór fram. Allar götur síðan hefir það verið hulin ráðgáta hvernig á þessum nærbuxum stóð, og þrátt fyrir óteljandi getgátur eru allir jafn nær um tilvist þeirra og hvurnig á því hafi staðið að þær urðu einar eftir að bardaga loknum.  


mbl.is „Nú? Er Ísland eyja?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband