Leita í fréttum mbl.is

Kynni af hánorrænu fjölskylduláni haustið 1972

davi_2_1244720.jpgJú, víst hefir löngum verið grunnt á úlfúð og illindum í Noregi og þá ekki síst fjölskylduerjum. Til að mynda gekk ekki svo lítið á austur þar þegar vondir og glæpahneigðir Norsarar flæmdu enn verri og glæpahneigðari Norsara úr landi og alla leið til Íslands eftir alskyns morðlæti og hryðjuverk. Og eftir að þessi óþjóðalýður hafði hreiðrað um sig á hinni mannlausu eyju í vestri hélt hann áfram uppteknum hætti stundaði manndráp og girpdeildir í stórum stíl, ef marka má íslendingasögurnar og Sturlungu, a.m.k. fyrstu fjórar aldinar sem hann hélt til á Íslandi.

Á síðari öldum hafa villudýrin á Íslandi og Norðvegi haft fremur hægt um sig miðað við það er áður gerðist, nema hvað helst til margir Norsarar gripu tækifærið á stríðárunum og gengu Hitler ríkiskanslara í Þýskalandi á hönd. Hinsvegar herjuðu drepsóttir og harðæri öldum saman á Íslendinga þannig að hvað ofan í annað lá við að þessi einkennilegi þjóðflokkur þurkaðist algjörlega út, en fyrir þá sök þurftu landsmenn lítið á því að halda að bana hverjum öðrum eða sýna náunga sínum banatilræði. Undir niðri kraumar samt villudýrseðli þessara norrænu þjóða, sem sýndi sig áþreifanlega á dögunum þegar norski sonurinn ók á áttræðan föður sinn og brúkaði til þess vöruflutningabifreið, sem hefir eflaust átt að trygga að sá gamli færi gjörsamlega í kássu.

skipFyrir fjörutíu og fimm árum, nánar tiltekið haustið 1972, þegar ég var á síldveiðum á Tálknfirðingi BA í Norðursjónum, gerðum við ferð okkar, í nokkurskonar framhjáhlaupi, til Kristjansand í Noregi. Um kvöldið fórum við félagarnir á vertshús þar sem einungis léttvínshland og bjórgutl var á boðstólum, þannig að gera varð einn út af örkinni og fara niður í bát og sækja hreinan vínanda, finspritt úr Danmörku, til að bragðbæta helvítis náhlandið á vertshúsinu. Auk þess var staðnum lokað klukkan 23:00, sem flokkaðist undir helgispjöll af okkar hálfu og sýndi svo ekki varð um villst hverskonar ómenningarland Noregur væri. En við Diddi vinur minn vorum ekki á því að gefast upp við svo búið og þefuðum upp viðulegan veitingastað með hvítt tau og menningarleg glös á borðum sem enn var opinn. En því miður auðnaðist okkur Didda ekki að sannfæra norska þjóna um að við værum samkvæmishæfir svo okkur var varpað á dyr eftir múður og pex. Framan við hinn æruprýdda veitingar stað sáum við mann sitja einan í bíl og ákváðum að heilsa upp á kauða og biðja hann um að skutla okkur niður í bát. Á leiðinni sagði manngarmurinn okkur að nú væri illa komið fyrir sér; hann hefði sem sé stungið undan syni sínum og nú væri hann útskúfaður af fjölskyldu sinni og væru fratíðarhorfur hans all-dökkar þessi misseri. Það kom mér því ekki meir en miðlungi á óvart að lesa um aðfarir norska sonarins á föður sínum með fulltingi vöruflutningabifreiðarinnar góðu, því þarna er Nojurum áreiðanlega rétt lýst. Hinsvegar skal ég ekki um það segja hvort feðgarnir sem sagt er frá í fréttinni á mbl.is séu hinir sömu og áttu í brösum á haustdögum 1972, en þeir eru að öllum líkindum náskyldir.   


mbl.is Ók vörubíl á föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband