Leita í fréttum mbl.is

,,Harmsaga ævi minnar"

indexEkki get ég með nokkru móti skilið sífelldan og stórundarlegan áhuga fjölmiðla á að segja auðvirðilegar sjálfsvorkunarhistoríur Sigmundar Dávíðs. Það er til dæmis aungin andskotans frétt að Sigmundur þessi hlaupist undan merkjum hjá sínum flokki eftir að hafa ekki mætt til vinnu sinnar svo lengi sem elstu menn muna. Og kvart og kvein hans um að allir séu svo undur vondir við sig og hvað hann sé hrapalega misskilinn af þjóð sinni minnir á fátt meira en ,,Harmsögu ævi minnar" eftir Jóhannes Birkiland. Það kæmi ekki á óvart að innan skamms komi út ritlingur eftir Sigmund undir nafninu ,,Ógurlegasta hörmungatímabil allrar minnar æfi", eins og eitt bindi harmsögu Birkilands heitir, hvar Sigmundur segði sögur af öllum þeim misyndismönnum, innan fjóss og utan, sem lagt hafa hann í einelti, lagt fyrir hann gildrur, hrakyrt hann og smáð, hæðst að honum og rægt hann.

Í harmsögu Birkilands verður höfundi tíðrætt um orsök þess að hann varð auðnuleysingi; hann kenndi foreldrum sínum, einkum föður sínum, um lífsólán sitt en fann ekkert í sínu eigin fari sem gæti hugsanlega skýrt að einhverjum hluta meinleg örlög hans. Eins er það með Sigmund: hann kennir öllum öðrum en sjálfum sér um sitt hlálega pólitíska flikkflakk; neineinei, engin sök liggur hjá honum. Og meðal annarra orða: hvernig má það vera að maður sem hefir sannast á að vera óhæfur til samvinnu og samstarfs er á leið í ,,samvinnuflokk"?

Annars má karlkjökrið ráfa inn og út um alla hugsanlega flokka og fyrirbæri mín vegna og sennilega flestra annarra, en galtómur stóll Sigmundar Davíðs á Alþingi, dögum, vikum og mánuðum saman, er besta vitnið um hve ómissandi hann er löggjafarsamkundunni og stjórnkerfinu. Grey kallinn er bara eitt stórt núll, ekki núll komma núll, heldur eitt allsherjar núll, og því ættu góðgjarnir menn sem þekkja pilt að benda honum á að farsælast væri fyrir hann láta sig hverfa fyrir fullt og allt úr stjórnmálum í stað þess að láta einhverja dára spila með sig.


mbl.is Ætlar ekki að ganga í annan flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru bara svo margir lukkuriddarar á íslandi í dag að það hálfa væri nóg!

Kirkjugarðar landsins eru fullir af ómissandi fólki eru mín skilaboð til þeirra.

Sigurður Haraldsson, 25.9.2017 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband