Leita í fréttum mbl.is

Eins og blindar mýs úti á víðavangi

cat,,Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar móti blæs", segir einhver meðvirknisgutti í meðvirknisfloppi Sigmundar Wintris von Panama og lætur sem hann tali í umboði sjálfrar gömlu Framsóknarmaddömunnar. Af hverju er góður hugur í fólki sem virðist ætla að elta vandræðaskáld sem rekið var frá æðstu völdum vegna spillingar, og meira að segja Framsóknarflokkurinn, sem kallar ekki allt ömmu sína, treysti sér ekki til hafa sem flokksformann og setti hann af? Það getur bara ekki verið að þeir sem þjappa sér saman um annan eins lukkuriddara og Sigmund Davíð sé sjálfrátt; þeir hafa annað hvort étið yfir sig af sveppum þetta haustið eða einfaldlega að siðferðisgáfum þeirra sé svo hörmulega ábótavant að þeir geti með engu móti þekkt munin á réttu og röngu eða eða hafi ekki hæfileika til að tengja menn, atburði og stjórnmál saman. Sama er að segja um þá, sem í uppskrúfuðu bjarsýniskasti ætla að þjappa Sigurði Inga og litlu ungfrú Alfredo saman í þá vemmilegu drulluköku sem enginn með réttu ráði hefir lyst á að éta.

Nú er að koma í ljós hve Framsókn hefir verið hefilega illa mönnuð í seinni tíð; heil hersing af liði í trúnaðarstöðum er á harðaspretti í burtu til að geta fylgt lukkuriddaranum misheppnaða Sigmundi Davíð! Hvurskonar helvítis ruglustampar eru þetta eiginlega? Það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir venjulega rótgróna framsóknarmenn að losna við þessi endemi. Enda var gamla Framsóknarmaddaman svo hress í morgun, eftir að hún frétti af brotthlaupi Sigmundar Davíðs og hinna lukkuriddarana, að hún gat sest upp í flatsæng sinn í fjósinu af sjálfsdáðum og reytt af sér fáeina óprenthæfa brandara um brotthlaupslýðinn og sent Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann í ríkið til að kaupa 12 ákavítisflöskur svo að hún gæti lyft sér dulítið upp í tilefni af gifturíkri hreinsun í haughúsi Framsóknarfjóssins.

,,Svo líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstíga í framhaldinu" segir einn af angurgöpum Framsóknar, sem er áreianlega rétt ófarinn á eftir mr. Wintris. Það væri gaman að vita hvernig góð líðan er hjá svona hjörð. Það hlýtur að vera álíka líðan og hjá hópi blindra músa sem skilinn er eftir í reiðileysi úti á víðavangi eftir að hafa legið í leti í búrum sínum frá fæðingu og bíða nú eftir því að kötturinn finni þær og embætti. Eða hvað?   


mbl.is Framsókn meira samstiga á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband