Leita í fréttum mbl.is

Fátæktarskrum og mannhatur

hitler1Frú Sæland er lýðskrumari af guðs náð. Þó svo hún hafi hátt um að fátækt sé þjóðarskömm og að flokkur hennar ætli að útrýma fátækt með öllu, þá er maður engu nær um hvernig hún og hennar lið ætlar að fara að því og enn síður á hverju efnahagsstefna ,,Flokks fólksins" ætti að byggja, nema hvað sá grunur læðist að manni að sú efnahagsstefna heiti einfaldlega kapítalismi. Litli sósíalistinn frá Nasaret lét einhverju sinni hafa eftir sér, að enginn gæti þjónað tveimur herrum, Guði og Mommoni, sem útleggst á þann veg að enginn geti þjónað bæði Mammoni karlinum og sósíalismanum.

Það er kanski ekki verst við þennan ,,Flokk fólksins" að formaður hans gaspri á lýðskrumsnótum um fátækt, það er meira að segja virðingarvert út af fyrir sig. Verra er að á bak við krókódílatárin sem ,,Flokkur fólksins" fellir á almannafæri út af hlutskipti fátæklinga, glyttir alls staðar í úlfseyru útlendingaandúðar, rasisma, ef ekki hreins fasisma. Í gærkvöldi fimbulfambaði frú Sæland um að þau, (,,Flokkur fólksins") hefi sko ekkert á móti ,,kvótaflóttamönnum" og hafi aldrei haft. Hvernig var það, frú Sædal, voru það ekki kvótaflóttamenn, sem þinn bestmann og frambjóðandi, Magnús Þór Hafsteinsson andskotaðist hvað mest á móti á Akranesi? Það hefir aldrei komið fram, svo ég viti, að Magnús þessi Þór hafi skammast sín fyrir dólgsskapinn gegn umræddu flóttafólki, né beðið það, eða þjóð, sína afsökunar á framkomu sinni.

Það er reyndar þekkt utan úr Evrópu, bæði fyrr og nú, hvernig fasistar haga málflutningi sínum: Samhliða óhemju miklu velferðartali beita þér sér af hörku gegn útlendingum og finna í þeim þann sökudólg sem er að ríða landi þeirra á slig. Hitler og hans hyski tókst ágætlega til við að æra Þjóðverja og marga fleiri með slíkum aðförum, en sem betur fer tókst að slá ófögnuð nasismans af á tiltölulega stuttum tíma, en kostaði miklar fórnir og milljónir mannslífa. Nú virðist eins og áhangendum fasisma þyki mál til komið að skríða út úr holum sínum og ná völdum með gamalkunnugu lýðskrumi þar sem blandað er saman fátækraumhyggju, þjóðernisþvælu og mannhatri gegn öðrum þjóðum og trúarbögðum. Þar er skemmst frá að segja, að sá kokteill er baneitraður.


mbl.is „Fátæktin er þjóðarskömm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband