Leita í fréttum mbl.is

Bell sheep

hr1Þá rekið var af fjalli um haustið var í safninu grár hrútur, um það bil fjögurra til fimm vetra gamall, er hafði hengda um háls sér bjöllu. Önnur auðkenni voru ekki til staðar því skepnan var ómörkuð, en það kom á óvart því sýnt þótti að þessi ókunnugi hrútur hafði ekki dvalið á vergangi frá fæðingu. Þegar kom að því að ráðstafa hrútnum mátti heita að fjallkóngurinn yrði bæði lang- og þverskuðarmát því enginn kannaðst við kvikindið.

Er hér var komið sögu kvaddi stórbóndinn á höfuðbólinu sér hljóðs og kvaðst eiga þann gráa og því til staðfestingar lét hann vinnumenn sína vitna með sér. Öðrum bændum var þetta svo sem að meinalausu, því þeir vissu vel að ekki áttu þeir þessa óskilakind, en þeir töldu sig líka vita, að af höfuðbólinu var hrúturinn ekki. Svo var réttunum lokið og hver fór til sín með sitt fé. Hitt var kyndugara, að vinnumenn á höfuðbólinu sátu um að beita bjölluhrútnum á tún annarra manna, ekki síst þeirra er bjuggu við þröngan kost á hjáleigum höfuðbólsins. Og ekki bætti úr skák, að hinn grái hrútur með bjölluna var mun náttúraðri en gengur og geris með hans dýrategund; helvítis ókindin þaut aftan á hvurja ánna af annarri og kom fram vilja sínum með ofbeldi. Þetta leiddi auðvitað til þess að sauðburður hófst óvenju snemma hjá hjáleigubændum og smábændum næsta vor, eða öllu heldur næsta vetur, því ærnar sem gráni knallaði urðu léttari í mars, en þá er að öllu jöfnu vetur á Íslandi.

Næsta haust endurtók sama sagan sig; Bjöllu-Gráni kom af fjalli og beitti húsbóndinn á höfuðbólinu honum þegar í stað í tún annarra bænda. Smábændur og leiguliðar hefðu ugglaust látið þetta yfir sig ganga orðalaust, eins og annað ofríki höfuðbólsmanna, ef ekki hefði viljað svo illa til, að lömb þau er ær þeirra gátu með Grána voru unantekningarlaust bölvaðir krypplingar, heimsk, ljót og síðast en ekki síst undarlega bragðvond, svo ekki var einusinni hægt að hafa þau í ketsúpu, hvað þá í sunnudagssteik. En sumarið þar á eftir kom bjargvættur leiguliða og smábænda aðvífandi í líki Arnfreðs Lyngdalhs vörubifreiðarstjóra. Arnfreður kom semsagt akandi á vörubifreið sinni fullhlaðinni af grjóti og möl þegar hann kom auga á Bjöllu-Grána vera að nauðga bjargarsnauðri á á miðjum þjóðveginum. Þessi sjón varð Arnfreði innblástur til að gefa olíuverk bifreiðar sinnar í botn, og með fádæma ökusnilld tóks honum að heyra með fullum dampi á hinn kynóða hrútdjöfur, sem nú var komin langleiðina með að gera út af við sauðfjárrækt í sveitinni nema á höfuðbólinu, og mala hann niður með hinum öfluga, fjórtánhjóla vörubifreiðartrukki. En ærin slapp ósködduð að mestu frá þessum skuggalega hildarleik, þó að hún skutlaðist eins og heypoki langt út fyrir veg. Hinsvegar urðu bændur og vinnumenn höfuðbólsins gersamlega æfir þegar þeir fundu flakið af Bjöllu-Grána troðið og klesst niður í þjóðveginn.


mbl.is Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband