Leita í fréttum mbl.is

Þegar menn telja sig eiga erindi á dekk

fullur3Þá skreiðist á dekk Björn Leví, titlaður pírati og eflaust eitthvað fleira í þeim dúr. Hann minnir á háseta á netabát í fyrndinni, sem skreið útúrölvaður um borð rétt áður en látið var úr höfn og stóð sem ein líflaus þvara á dekkinu hálfann daginn og glápti á múkkana eins og átjánbarna faðir úr álfheimum, áður en hann skreiddist aftur til kojs. Þessi Leví kemur nú eins og skrattinn úr sauðarleggnum og rífur stólpakjaft út í bláinn, eftir að félagar hans úr Pírataflokknum eru farnir austur í sveit til að skemmta Sigurði Inga, ráðsmanni gömlu Framsóknarmaddömunnar, og búsmala hans. Annað hvort er maðurinn villudýr úr heimi álfa og apakatta elligar vankaður uppvakningur og strandaglópur síðan á öndverðri nítjándu öld, annað kemur ekki til greina.

Reyndar viðurkennir Leví pírati að hann viti náttúrlega ekki hvernig útfærsla hvers máls verður og hefir samt í hótunum að skrifa ekki undir. Í ofanálag lætur Leví að því liggja, með allmiklu þjósti, að hann hafi eitthvað í pokahorninu sem hann kallar sannfæringu. Já, þeir geta leyft sér það, þessir sem ekki fengu að fara með austur í sveitir, en sitja á caféhúsi í Reykjavík, með lattetaumana lekandi úr báðum munnvikjum, og steyta görn framan í eitthvað sem ekki er til og verður ef til vill aldrei til. (Sennilega óvarlegt og ónákvæmt, að segja ,,úr báðum munnvikjum" um Leví og hans lagsbræður, því þeir kunna að vera með aðeins eitt munnvik, sem er allt eins líklegt þegar allt kemur til alls). 

Í nótt leið, hafðist Kolbeinn Kolbeinsson fyrir í skurði suður í Kópavogi, því hann er hræddur um líf sitt eftir að eiginkona hans sló hann úr húsi og sumir félagar hans úr Framsóknarfjósinu fengu þá flugu í höfuðið að hann væri svikari, flokkadjöfull (smb. hjónadöfull) melrakki og rotta. Deginum í dag hefir hann eytt í að ráfa um Elliðaárdalinn, fram og aftur, og gætt þess að aunginn komist nær honum en í fimmhundruð metra fjarlægð, því Kolbeini er fullkunnugt um varga í Framsóknarfjósinu sem eiga sér hreindýrariffla og jafnvel enn öflugri skotfæri, sem þeir mundu ekki hika við að skjóta á hann með. Hvar Kolbeinn mun halda sig næstu nótt er ómögulegt að gera sér í hugarlund, en nú veður gerast válynd með næturfrostum og öðrum ískyggilegum voða. 


mbl.is Styddi ekki öll mál skilyrðislaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband