Leita í fréttum mbl.is

Að banna loðnuveiðar og veiðar með flotvörpu.

Vangaveltur Össurar um stjórnun á fiskveiðum eru svo sem góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná. En því miður dettur Össur, eins og við var að búast, í sama drullupyttinn og aðrir spekingar af stjórnmála- og LÍÚ-kyni, sem hafa leikið sér að því, að rugla og afvegaleiða alla umræðu um sjávarútvegsmál í því skyni að varðveita kvótakerfið ásamt mafíustarfseminni sem því fylgir. Frá mínum bæjardyrum séð, er tómt mál að velta sér mikið upp úr aflareglum til eða frá, eða hvort Hafró heyrir undir sjávarútvegsráðurneyti eða eitthvert annað ráðuneyti, meðan fiskurinn í sjónum fær ekki nóg að éta.

Ég bota t.d. ekkert í, af hverju ekki er búið að banna loðnuveiðar fyrir löngu og af hverju í ósköpunum er ekki búið að banna alfarið veiðar með flotvörpu. En líklegasta skýringin á þessu tvennu er taumlaust ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og veiklun þeirra gagnvart öflugum stórkvótaútgerðum. 


mbl.is Össur vill færa Hafró frá sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kasta LÍÚ út úr stjórn Hafró, þar með verður komið á loðnuveiði og flottrollsbann med den sammen.

Níels A. Ársælsson., 22.6.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband