Leita í fréttum mbl.is

Sá yðar sem syndlaus er ...

Þá Kolbeinn hafði verið fjarverandi um hríð, varð þráfaldlega vart mannaferða kringum heimili hans og frú Ingveldar. Ekki bar mönnum saman hvort ætíð væri um sama mann að ræða eða hort þeir væru fleiri. Óx mjög kvittur og hríðféll um leið veraldargengi frú Ingveldar. Dag einn var svo mönnum nóg boðið og króuðu þeir frú Ingveldi af á götu úti, er hún var fótgangandi á leið til verslunar. Þegar hún sá að í óefni var komið, hrópaði hún svo hátt að heyra mátti vítt um völl: -Sá yðar sem syndlaus er, kasi fyrsta steininum!!! Laut þá síra Baldvin niður og tók upp af strætinu hnefastórann hnullung og einhenti í frú Ingveldi, og fullnægði þar með réttlætinu í prestakallinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Síra Baldvin er maður réttlætis og siðgæðis. Hann minnti mig reyndar á Árna Matt, og félaga í LÍÚ þegar þeir umhverfðust hér um árið eftir að hafa séð fiski kastað í sjóinn í beinni útsendingu.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Valla

Bíð eftir framhaldi, ég var að lesa um einhvern síra Baldvin í skólanum í vetur sem dró kirkjugesti bakvið kirkju eftir messu og  barði þá til óbóta, svo var bóndi að nafni Gilli Sigurgillason frá Barnahömrum, raddsterkur maður sem söng með rykkjum og hnykkjum, og gapti svo í háu tónunum að sá ofan í kok í honum, en kirkjugestir léku sér að því að henda upp í hann blautum tóbakstuggum og voru margir orðnir ansi hittnir. Minnir að sú saga sé eftir rithöfindinn Sjón.

Mannstu hvað sagan heitir.

Valla, 28.6.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sjón???? ... síðan hvenær er hann rithöfundur????

Ég kannast ekki við söguna sem þú ert að tala um, en væri til í að fá fleiri upplýsingar um hana.

Jóhannes Ragnarsson, 28.6.2007 kl. 12:29

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sjón, já. Það er nú ekki sjón að sjá skrif þess pilts þrátt fyrir medalíurnar sem hengdar hafa verið á dýrið.

Níels A. Ársælsson., 28.6.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Valla

Hvað er að ykkur Sjón er ágætis rithöfundur eða hvað, hef varla vit á því.  En þetta er Skugga-Baldur, hann hét sem sagt Baldur presturinn

Þegar Friðrik B. Friðjónsson kom ríðandi að sunnan með hina skringilegu vinnukonu sína, og settist að búi í föðurarfleifð sinni að Brekku, þá þjónaði í Dalsókn úrsérgenginn maður sem kallaðist síra Jakob "með sjáaldrið", og var Hallsson, en hafði á barnsaldri tekið úr sér annað augað með öngli.
Pokaprestur þessi var svo illu vanur af sóknarbörnum sínum – áflogum, búkhljóðum og framíköllum - að hann þóttist ekki heyra það þegar Abba tók undir með honum í altarisþjónustunni, en það gerði hún bæði hátt og snjallt, og hélt aldrei lagi. Hann hafði meiri áhyggjur af því að forsöngvarinn drukknaði í spýju sveitunga sinna.

Valla, 28.6.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband