Leita í fréttum mbl.is

Verður grafinn með flottrolli sínu og toghlerum.

Það má gera ráð fyrir að fornmenn þeir er upp komu með skipi sínu á eyðibýlinu Litlu-Núpum hafi verið gildir útvegsbændur á sinni tíð og því þótt tilvalið heygja þá um borð í skipi sínu þá þeir héldu á fund feðra sinna burtsofnaðra. En það sem leitar einna helst á núlifandi Íslendinga, í tilefni af fundi hinna fornu útgerðarmanna, er hvernig sægreifar nútímans vilja láta fara með jaðneskar leyfar sínar eftir að sál þeirra er horfin niður á kauphallarsvið annars heims. Heyrst hefur að sægreifi nokkur hafi látið þau orð falla fyrir skemmstu, að hann sé búinn að ganga frá því að hann verði grafinn með flottrolli sínu og toghlerum. Annar svæsinn sægreifi og kvótafíkill hefur nú þegar látið þinglýsa þeirri ákvörðun sinni, að hann verði heygður ásamt kvóta sínum og hlutabréfum á sveitasetri sínu er hann keypti fyrir morð fjár fyrir nokkrum árum.
mbl.is Bátkuml finnst í Aðaldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað verða þessir gustukamenn þjóðarinnar að eiga drjúgar landspildur fyrir grafhýsin.

Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband