Leita í fréttum mbl.is

Góðir víngerðarmenn og vondir.

Mikið er fréttin af landabruggaranum á Suðurlandi þjóðleg og notaleg í ljósi þess, að um langt skeið hafa fréttir úr vímuefnagerðageiranum nær eingönugu fjallað um kanabisrækt og amfetamínbruggara. Þá þykir mér gleðilegt til að vita að umræddur landabruggar virðist þeim óborganlega eiginleika gæddur, að geta drukkið framleiðslu sína nánast viðstöðulaust því ekki fundust hjá honum nema tveir lítrar landabruggs. Þessi sunnlenski víngerðarmaður hefur áreiðanlega vandað mjög til verka því mjöðurinn reyndist í kjörstyrleika eða 40%. Þetta er sko eitthvað annað en þegar Jón GJH vinur minn lagði í, en hann varð að hella kynstrum af brennsluspritti út í gambrann til að finna ásættanlega á sér af gutlinu. 
mbl.is Bruggari handtekinn á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband