Leita í fréttum mbl.is

Aligeltir og fótfúin meðreiðarhross SGS

Hvað ætli Kristján Gunnarsson og hans fótfúnu meðreiðarhross úr Starfsgreinasambandinu eigi við þegar þeir slengja fram að stórbæta þurfi ,,lægstu launin?" Á því er ómögulegt að átta sig. Mig grunar samt, að umrædd stórbót verði verði samkvæmt venju í skötulíki og skipti láglaunafólk engu máli þegar upp verður staðið. Og það sem verra er: Á meðan sami fénaður úr sama gripahúsi fær að valsa óáreittur með kjarasamninga verkafólks verður engin breyting til batnaðar. Undansláttur, lygar og svik eru vörumerki þessars dindla, sem allt of lengi hafa verið á fóðrum hjá bláfátæku fólki. Ef verkafólk hefði einhverja rænu, myndi það rísa upp og reka þessa oföldu grísi og gelti án tafar af höndun sér, leggja Starfsgreinasambandið niður og stofna nýtt Verkamannsamband sem stæði utan allra heildarsamtaka og tæki á sínum málum án afskipta hinna lærðu dordingla í ASÍ.

Og að lokum: Getur einhver frætt mig og aðra um, hvað Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins er með í laun á mánuði? Eða Björn framsóknarmaður Snæbjörnsson hjá Einingu fyrir norðan land? 


mbl.is Starfsgreinasambandið kynnti SA áherslur í komandi kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband