Leita í fréttum mbl.is

Ósvífnar strengjabrúður

Ósköp var nú aumkunarvert að heyra strengjabrúðuna Einar K. Guðfinnson, sjávarútvegsráðherra, berjast um á hæl og hnakka við að gera sem minnst úr aðsteðjandi vanda byggðarlaga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og fiskvinnslu og takast í leiðinni á einhvern yfirnáttúrlegan hátt að sneiða framhjá að ræða höfuðmeinsemdina sjálfa: kvótakerfið alræmda. En auðvitað eru sorglega mörg dæmi um hvað menn hafa getað lagst lágt til að þjónusta húsbændur sína og eigendur. Og málflutningur Einars K. ráðherra minnti líka á þá knýjandi nauðsyn að Sjálfstæðisflokknum verði vikið útí horn íslenskra stjónmála á sem flestum sviðum.

En víkjum nú örlítið að garminum honum Katli:

Í morgun las ég grein á bloggsíðu hins ríkisrekna frjálshyggjufyrirbæris Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem að sjálfsögðu var skrifuð til varnar gráðugu auðvaldi, yfirgangshundum auðhyggjunnar, ójöfuði og ómennsku. Í þetta sinn var viðfangsefnið dýrð kvótakerfisins og að gera úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna um mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda í framkvæmd fisveiðistjórnunarlaganna tortryggilegan. Nú má ríkisrekna frjálshyggjufyrirbærið Hannes Hólmsteinn Gissurarson velta sér eins og hann vill uppúr drullu ójafnaðar og óréttlætis eins og honum lystir, en þar kom þó að við lestur greinar hins ríkisrekna, að ég staldraði við. Og er nú best að gefa Hannesi sjálfum orðið:

,,Þá vaknar auðvitað spurning, sem borin var upp við mannréttindanefndina: Hvað um þá, sem ekki höfðu stundað veiðar á upphaflega viðmiðunartímanum, en vilja nú hefja veiðar? Svarið er, að enginn bannar þeim að hefja veiðar. Þeir verða aðeins að kaupa sér aflaheimildir. Til er orðinn verðmætur réttur, einmitt vegna þess að hann er takmarkaður. Hann var áður verðlaus, af því að hann var ótakmarkaður. Það var erfiðara og ósanngjarnara að banna mönnum að halda áfram veiðum, sem þeir höfðu stundað lengi, en að banna öðrum mönnum að hefja veiðar, sem þeir höfðu aldrei stundað. HHG Fréttablaðið 29. janúar 2008." 

Það var einkum síðasta setningin í ofangreindri tilvitnun í Hannes sem mér finnst hvorttveggja í senn: heimskuleg og ósvífin. Og mér varð hugsað til míns gamla vinar og skipsfélaga Arnar Sveinssonar, sem er annar tveggja sem sigruðu íslenska ríkið fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna. Það er nefnilega ekki hægt að skilja orð Hannesar öðruvísi en, að það sé auðvelt að banna Erni Sveinssyni að veiða fisk af því að hann hafi aldrei gert það áður! Nú er það svo að minn gamli skipsfélagi, Örn Sveinsson, var árum saman stýrimaður og skipstjóri á aflaskipum Hrafrystihúss Tálknafjarðar, m.a. á viðmiðunarárunum frægu sem notuð voru þegar aflaheimildinum var upphaflega úthlutað, svo ekki er hægt að bera honum á brýn að hann hafi ,,aldrei veitt fisk áður."

Ég get alveg lofað Hannesi Hólmsteini því, að honum hefði verið ósegjanlega holt að vera með okkur Erni, og fleiri góðum mönnum, í eins og mánaðartíma um borð í Tálknfirðingi hér á árum áður. Þar hefði hefði þessi ríkisrekni spjátrungur örugglega fengið þannig meðhöndlun og kennslu að hann hefði aldrei þorað, hvorki fyrr nér síðar, að opna á sér þverrifuna til varnar kvótakerfinu og kvótabröskurunum. En því miður varð það hlutskipti Hannesar að verða svo óheppinn að verða af nauðsynlegri kennslu um lífið og tilveruna um borð í Tálknfirðingi BA 325, sem hefði komið honum til góða það sem eftir var ævinnar. Þess í stað lennti Hannes í þeirri ógæfu að verða hvefsinn rakki við hirð auðvaldsgræðginnar.   


mbl.is Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einar Kristinn  grrrr Hannes Hólmsteinn  þeir eiga það sameiginlegt að tengjast Bolungarvík, en eru báðir jafn veruleikafyrrtir þrátt fyrir það til að skilja grundvallarsjónarmið í sjávarútvegi.  Megi þeir báðir.........................................................

Fara fjandans til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Segjum tvö Ásthildur. Það yrði enginn héraðsbrestur þó þeir færu þangað sem þú leggur til.

Jóhannes Ragnarsson, 29.1.2008 kl. 20:01

3 identicon

Komið þið sæl !

Tek undir; hvert einasta orð ykkar !

Kveðjur, af Suðurlandi vestur um / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Læt það eftir mér að hlæja hátt, sé þetta nefnilega fyrir mér, Hannes um borð í bát, mikið ofboðslega hefði hann orðið skotinn í þér Jóhannes.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.1.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli hefði ekki minkað hrifningin hjá honum þegar ég hefði að brytja hann niður í beitu.

Jóhannes Ragnarsson, 29.1.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki trúi ég á góðan afla, ef HHG yrði notaður í beitu.  Allavega hefði ég ekki lyst á þeim fiski.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.1.2008 kl. 11:51

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri ráð fyrir að það yrði eingöngu blágóma sem fegist á bjóð beitt með Hannes Hólmsteini. En eins og margir vita, þá er blágóma einhver lélegastur og ófétislegastur allra fiska til matar enda nánast ógerningur að elda hana með nokkrum árangri hvort heldur sem er, í potti, eða á pönnu. 

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband