Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin hræðist VG

ulfur-i-saudarg_665314234Það leikur enginn vafi á, að almenn skíthræðsla hefur gripið um sig í þeirri auðvaldsdeild þjóðfélagsins sem gengur undir nafninu Samfylking. Skýrt merki um þennan dauðaskelk auðvaldsúlfanna í vinstri-sauðagærunum er yfirvarpsályktun flokksstjórnarfundar þeirra sem byggir á meiningarlausu óráðshjali um eitthvað sem pistlahöfundur mbl.is kallar ,,græn skilaboð flokksstjórnar" og gengur út á að meðan beðið er niðurstöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða verði ekki farið inn á óröskuð svæði. Þetta er vægast sagt undarlegt tal úr munni apparats, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð í virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum og starfar hörðum krumlum og klóm í ríkisstjórn með sjálfu Erki-Íhaldinu að undirbúningi álversframkvæmda í Helguvík og á Húsavík. Eða er Samfylkingin máske að gefa í skyn, að ef platan með stóriðjutregasveitinni verði ekki tafarlaust tekin af fóninum, slíti hún vistarbandinu við húsbónadan á Höfuðbólinu? Trúi því hver sem vill.

En þó eru samfylgkingarnaggarnir ekki svo skyni skroppir að þeim bjóði ekki í grun, að nú þegar sé farið að fjara illilega undan vinstri löppinni á þeim og stórhætta sé á að fylgið, sem þeir byggja pólitíska tilvist sína á, renni fyrirhafnarlítið yfir á VG, sem er þó, andskotinn hafi það, vinstriflokkur á aðra röndina. Af þeim sökum rjúka kafbátar og klækjarefir samfylkingarauðvaldsins upp til handa og fóta og láta flokksstjórnarfund sinn gera örvæntingarfulla tilraun til að veifa fölgrænni grein framaní félagshyggju- og umhverfissinnaða kjósendur til að freista þess að þeir lendi ekki allir sem einn hjá VG til frambúðar.

Svona einfalt er það nú.


mbl.is Græn skilaboð flokksstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sá er góður þessi: ,,Góða og heilbrigða umhverfisstefnu." Ég er hræddur um að þú hafir heldur betur mismælt þig, Ægir minn góður. Þú átt auðvitað við að Samfylkingin hafi góða og heilbrigða auðvaldsstefnu, húsbóndanum á Höfuðbólinu til dýrðar.

Jóhannes Ragnarsson, 30.3.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ægir er flottur, dritar hér út um allt athugasemdum við að fólk sé dálítið meira en hissa á þessari meintu "grænu slepju skilaboðum til sjálfs sín og ef til vill sérstaklega fjármálaráðherra eigin ríkisstjórnar!".

Er þetta sama Samfylking og er á fullu í stjórn með íhaldi sem á þann draum æðstan að sulla áverum útum allt og stækka þau sem fyrir eru í leiðinni? Fagnar jafnvel ólöglegum framkvæmdum sem eiga sér stað í Helguvík. Umhverfissinnarnir í Samfó eru eins og sambýlisfólk alkahólista í bullandi afneitun. Sorglegt en staðreynd.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 30.3.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband