Leita í fréttum mbl.is

Þegar fangaklefarnir við Hverfisgötu fylltust af brúðkaupsgestum

polis3Það þarf ekki að fara alla leið til New York til að finna dæmi um óeirðir í brúðkaupsveislum. Í brúðkaupi Jórunnar Stefánsdóttur og Haralds H. Birgissonar, sem haldið var þann 17. júní 1984, brutust út svo harðvítug slagsmál, að kalla varð út slökkvilið Reykjavíkur auk lögreglu til að skakka leikinn. Upphaf átakana áttu feður brúðhjónanna, þeir Stefán og Birgir, en þeir fóru í hár saman útaf pólitík. Og þegar Birgir orgaði uppyfir sig, þegar hann var búinn að fá tvö kjaftshögg: ,,Allir sjálfstæðismenn leggi mér lið!" varð fjandinn laus. Svo voru allir teknir fastir og fangaklefar lögreglunnar við Hverfisgötu fylltust af brúðkaupsgestum, þar sem þeir héldu áfram að slást meðan kraftar leyfðu.
mbl.is Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband