Leita í fréttum mbl.is

Blönduóslögreglan fífluð af þorpurum og þrjótum

fool4Jæja, þá er nú hin fræga lögregla á Blönduósi búin að falla á sama trixinu tvisvar á einum sólarhring. Tvívegis hefir hún hlaupið upp til handa og fóta útaf skrökvi óskemmtanavandra gálgahúmorista, sem hafa gert sér að leik að mynda hvít lök og ljósa hesta og sagt lögreglunni að hin átakanlegu fyrirbæri væru gráðug bjarndýr í leit að mannaketi.

Ef svo heldur sem horfir að Blöndóslögreglan láti gamansama þorpara hafa sig að leiksoppi aftur og aftur með torkennilegum ljósmyndum, mun þessi annálaða lögreglusveit líða undir lok og hverfa útí buskann undir háværum hlátrasköllum og lófaklappi landsmanna. Auðvitað munu trylltir ökuþórar kætast ef lögreglan á Blönduósi gefst upp á rólunum eins og Grýla gamla, því þá verður loksins hægt að keyra Húnavatnsýslunnar í friði á 200 kílómétra hraða eða þaðan af meira, án þess að vera ónáðaður af smámunasömum lögregluþjónum. 


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband