Leita í fréttum mbl.is

Þjóðsagan um kaupmáttaraukninguna runnin út í sandinn

aold1Það er ósköp skiljanlegt, að Pólverjar, sem fest hafa hér rætur, séu farnir að huga að búferlum til Póllands. Það er nefnilega svo, að þegar þetta góða fólk hefur stofnað heimili á Íslandi, keypt sér íbúð eða leigt, hefur það komist að því, að lífskjör verkafólks eru í engu skárri á Íslandi en í Póllandi. Þessi kynlega staðreynd ætti að vera okkar bráðrösku verkalýðsforingjum verðugt efni til íhugunar í öllum vaðlinum um góðæri og kaupmáttaraukningu síðustu ára. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hin meinta kaupmáttaraukning verkalýðsstéttarinnar, sem verkalýðshöfðingjunum hefur verið svo undurtamt að japla á og kjamsa og viljað þakka sjálfum sér og þeirra óviðjafnanlegu baráttugleði, er álíka mikill búhnykkur fyrir verkafólkið sjáft og vindurinn í görnum foringjanna.   
mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svo satt hjá þér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.8.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður, Þórdís Bára, þá er staðan svona og engin ástæða til að fegra hana eitt eða neitt.

Jóhannes Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband