Leita í fréttum mbl.is

Svartflekkótti hundurinn sem endurholdgaðist og varð að ráðherra

dog6Er það ekki dásamleg sönnun fyrir endurholdgunarkenningunni að byggingavöruverslun verði að fimleikahúsi? Þessháttar er, sem maður segir, farsæl framvinda guðlegrar forsjónar á hinum fagurgræna akri eilífðarinnar. Þó eru ekki allar endurholdganir vel heppnaðar, síður en svo. Ég þekki mann sem átti afburðagóðan svartflekkóttan hund, sem hann notaði jöfnum höndum til smalamennsku og til veiða. Þegar þessi hundur var fullra fimmtán ára, andaðist hann af ellisökum og greftraður með viðhöfn af húsbónda sínum og fjölskyldu hans. Svo gerist það fyrir nokkrum árum, að húsbóndi þess svarflekkótta, þá kominn á efri ár, hrekkur upp við þann vonda draum, að hans gamli veiðfélagi og smalahundur er aftur kominn fram á sjónarsviðið, áratugum eftir dauða sinn, og nú sem ungur íslenskur stjórnmálamaður á uppleið. Ekki er að orðlengja, að eftir nokkurra ára innantómt gjamm, pex og sýndarmennsku, er þessi hvimleiða stjórnmálaskepna, sem áður og fyrr var húsbóndahollur tíkarsonur, orðinn að ráðherra. Og það sem verra er: Hann er núverandi ráðherra en ekki fyrrverandi. Ég hitti gamla bóndann, eiganda forvera ráðrerrans núverandi, fyrir nokkrum dögum og sagðist hann í, óspurðum fréttum, ætla með haustinu inná heiði til rjúpna og hafa með sér til aðstoðar veiðirakka sinn svartflekkóttan, sem væri að vísu orðinn ráðherra í ríkisstjórn. - Og það skal ég segja þér, sagði sá gamli alvarlegur í bragði, - að það fyrsta sem skýt þegar ég verð kominn frameftir verður ekki rjúpa, heldur helvítis hundurinn! Því þetta er ekki lengur þarfadýr heldur óþurftaskepna. 
mbl.is Breytist byggingavöruverslun í fimleikahús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ja hérna. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þessar dramatísku lýsingar á endurholgun.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.9.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband