Leita í fréttum mbl.is

Bölvuð vitleysa í manninum

water2Bölvuð vitleysa er í honum Árna Mathíesen að sækjast ekki eftir embætti forstjóra Landsvirkjunar. Þetta er virðingarvert jobb og eftir því vel borgað. Og þegar við bætist, að Árni, karlanginn er orðinn jafn veðraður á pólitískt séð og raun ber vitni, þá er býsna metnarlaust af honum að slá hendinni á móti því að taka við Landsvirkjunarkontórnum.

Svo má heldur ekki gleyma, að fjármálaráðherrann á fleiri en einn leik í stöðunni því hann er hámenntaður dýralæknir og gæti hæglega snúið sér að sínu fagi ef flokkssystkyni hans vilja ekkert með hann hafa lengur, ekki einusinni hjá Landsvirkjun, eins og einhverjir óvandaðir delerantar hafa verið að fleipra með að undanförnu. Það yrði áreiðanlega ánægjuleg tilbreyting fyrir Árna að fara að skera upp hunda og ketti í stað þess að skera niður fjárveitingar til ýmissa þjóðþrifaverkefna.

En í embætti forstjóra Landsvirkjunnar gæfist þessum hugljúfa Hafnfirðingi hinsvegar stórfenglegt tækifæri til að skera upp herör gegn hinum alræmda virkjunartremens og álbræðslugeðvillu, sem grasserað hefur í illa þjáðum búk Landsvirkjunnar svo árum og áratugum skiptir. 


mbl.is Árni sækist ekki eftir forstjórastarfi Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband