Leita í fréttum mbl.is

Það verður að refsa Samfylkingunni líka

Það sem kemur einna skýrast fram í þessari skoðannakönnun, er að fólk virðist ekki vera búið að átta sig á ábyrgð Samfylkingarinnar á efnahagshruninu. Það er eins og það hafi gleymst, að forsprakkar Samfylkingarinnar studdu fjárglæframennina og frjálshyggjuhugsjónina með ráðum og dáð fram á síðustu stundu. Erum við búin að gleyma því að helstu stórmenni Samfylkingarinnar, eins og t.d. Ingibörg Sólrún og Össur Skarhéðinsson, fóru ítrekað í víkingaferðir með fjárglæfralýðnum með það að markmiði að styrkja þá í augum alheimsins, veita þeim ríkisábyrgð og ríkisblessun til frekari efnahagslegra óhæfuverka.

Og ekki má gleyma forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, sjálfum guðföður Samfylkingarinnar. Ekki lét hann sitt eftir ligga að mæra ruglið og rugludallana, þeytast með þeim heimshorna á milli.

Það er ekki nóg að refsa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Það verður að refsa Samfylkingunni líka eins og hún hefur til unnið.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert refsglaður maður Jóhannes.... eigum við ekki að refsa öllum þeim sem tóku þátt í Hrunadansinum síðustu 5 - 10 ár ?? Hverjir skyldu það nú vera sem gerðu þetta kleyft... hugsa smá.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.10.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hverjir gerðu þetta kleyft, spyr Jón Ingi.

Svarið liggur í augum upp og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Það voru stjórnmálamenn sem gerðu þetta kleyft. Stjórnmálamenn úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingunni. Ég sé enga ástæðu til að þetta fólk komist upp með að ljúga sig frá þeirri ábyrgð sem það þykist bera á öxlum sér.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Niður með klúðrara allra flokka, niður með sýndarmennsku og hálfkák. Nú dugar ekkert annað en uppgjör við kerfið: Við stjórnmálakerfið, við fjármálakerfið og við auðvaldskerfið í heild.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 03:14

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vinstri Grænir bera mikla ábyrgð!  Þetta get ég rökstutt til himna en ekki helvítis.

Númer 1.  Vitað mál að vinstri stefna nær aldrei fram að ganga á meðan VG er í hagsmunagæslu fyrir kvótakónga á norð-austur kjálkanum og öðrum stöðum.

Númer 2. VG þurfa að viðurkenna að afla þarf tekna til að hægt sé að halda uppi velferðarþjóðfélagi.

Númer 3. Félagshyggjufólk þarf að standa saman í blíðu og stríðu, líkt og hjón í lífsins ólgusjó.

Gæti haldið lengi áfram, en vil ljúka þessu með því að lýsa hryggð minni yfir veikindum Ingibjargar, því að ég er ekki bara viss, ég veit að betur væri haldið á málum við þessar leiðindaástand sem ekki er Samfylkingunni að kenna, nema síður sé.

Ef við hefðum gengið í Evrópubandalagið, tekið upp Evru í stað þess að láta misvitrum stjórnmálamönnum það eftir að leika sér í botnlausri nýfrjálshyggju og einka(vina)væðingu.

Jóhannes! Býsna þætti mér gaman ef þú svaraðir þeim kommentum sem ég læt falla á bloggi þínu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband