Leita í fréttum mbl.is

Jón Ásgeir og Þórhallur í Kastljósi

Það er nú meiri fjármálaberserkuinn þessi Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann lætur sér ekki muna um í miðju efnahagshruninu og kreppunni að kaupa 365 miðla + 36% í Mogganum á einu bretti. Geri aðrir betur.

Og í gærkvöldi hélt Jón Ásgeir uppá velheppnuð kaup með vinum sínum, þar á meðal ritstjóra Kastljóss Ríkissjónvarpsins, á veitingastaðnum B-5 í hjarta Reykjavíkur.

Það verður varla sagt um Þórhall þennan Gunnarsson kastljósstjóra, að hann sé skemmtanavandur maður, fyrst hann lætur sig hafa að taka þátt í gleðskap með alræmdum útrásarvíkingi, sem þjóðin telur sig eiga grátt að gjalda.

Það er víst best að fylgjast grannt með efnistökum Kastljóssins og fréttastofu RÚV næstu vikur og mánuði, einkum og sérílagi af þeirri ástæðu að RÚV á að vera gjörsamlega hlutlaus stofnun gagnvart pólitík og hagsmunaöflum af öllu tagi. 


mbl.is Löngu ákveðin hlutafjáraukning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nú fer útrásarvíkingunum óðum fækkandi og því orðið fátt um fína drætti fyrir fjölmiðla til að eltast við. Svo er aldrei að vita að nema að sala á RÚV sé í þessum fræga IMF samningi sem Haarde vill ekki lofa okkur að sjá og þá er víst betra að eiga vini á réttum stöðum :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.11.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er orðið vandlifað, ja mikil lifandis skelfing.  Hefði ekkert á móti því að vera vinur Jóns Ásgeirs, þá gæti ég kannski veitt honum smá ráð eða ráðningu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.11.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Valla

Þetta er nú alveg eftir því

Valla, 2.11.2008 kl. 21:43

4 identicon

Heill og sæll; Jóhannes og aðrir skrifarar og lesendur !

Þakka þér; ábendinguna, fyrir stundu, Jóhannes.

Jú; þar hæfði skel kjafti, samfélag þeirra Jóns Ásgeirs og Þórhalls, enda,...... af sama suðahúsi frjálshyggju óskapnaðarins, auk þess, sem að Þórhallur er vaskur skósveinn Páls útvarpsstjóra, í margs konar snatti. Myndi ekki muna um; enn eitt viðvikið, fyrir Þorgerði Katrínu kratakerlingu, og þau Pál, svo sem.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaðan koma peningarnir?

Jón Gerald Sullenberger
2. nóvember, 2008 kl. 23.42

Sæll Egill þegar menn eru með fyrirtæki eins og Bónus sem er að velta
3 milljörðum á mánuði og þá er Aðföng ekki inn í þessu en það má reikna með að það sé svipað og hjá Bónus.

Svo eru þeir með krít hjá birgjum í 30 til 90 daga það er hægt að gera margt með þessa veltu og þennan 1.5 milljarð tekur Bónus 14 daga að fá í kassann. Eina leiðin til að stoppa þetta er að hætta að VERSLA Í BÓNUS.

Enginn banki er að lána honum fjármagn enda ekkert til í bankakerfinu en hann þarf ekkert á banka að halda þar sem hann er með frítt fé í Bónus. ÞJÓÐIN VERÐUR AÐ STOPPA ÞETTA STRAX OG HÆTTA AÐ VERSLA Í BÓNUS.

Af bloggi (Silfri) Egils. Meira hér.

Matarinnkaupin okkar í Bónus fjármagna kennitöluflakk Jóns Ásgeirs.

Theódór Norðkvist, 3.11.2008 kl. 01:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rúv hlutlaus miðill.... fyrirgefðu mér svelgdist á kaffinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér finnst Jón Ásgeir alveg stórsniðugur náungi! Hánn kemur með gjáleyri og kaupir allt á hálfvirði. Búið að taka Davíð úr sambandoi við efnahag þjóðarinnar.

Ég kýs Jón Ásgeir fyrir næsta Seðlabanksstjóra... maður sem kann...

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 05:59

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ríkið er á hausnum, ekki hann...Ágúst!

Óskar Arnórsson, 4.11.2008 kl. 08:10

9 Smámynd: Fríða Eyland

þakka þér fyrir fínar hugleiðingar og að minna mig á að RÚV á að vera hlutlaus miðill  //ég mæli með DV alla daga

Fríða Eyland, 5.11.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband