Leita í fréttum mbl.is

Frelsari hæddur, smánaður og krossfestur

Hafi einhverntímann verið uppi með nokkurri þjóð spámaður, kraftaverkamaður og fjármagnsfrelsari, þá er það Hannes Smárason, sannur Íslendingur af konungakyni í ættir fram. Þessi bjarti afkomandi Egils Skallagrímssonar og Snorra Sturlusonar, þaut á sínum tíma uppá heiðann himinn fjármálavísindanna, eins og eldflaug væri upp skotið, og skein þar fegurst allra stjarna.

En því miður fór fyrir Hannesi Smárasyni eins og mörgum af stétt spámanna og frelsara; að honum var ráðist með hrakyrðum; hann grýttur; og loks krosfestur með ræningjum, undir þeim formerkjum að hann væri ræningi sjálfur.

Miklil er skömm þeirra, og mun lengi uppi, sem veittust að Hannesi Smárasyni, saklausu frelsisskáldi sem kunni að láta verkin tala, svívirtu hann og hæddu og kórónuðu, þá hátíð var nær, illvirki sitt með því að negla hann öfugann uppá krosstré.

Á Hannesi Smárasyni sannast svo átakanlega, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. 


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband