Leita í fréttum mbl.is

Álskrukka hædd með oflofi

Það er þekkt aðferð að hæðast að fólki með því að hlaða það oflofi. Ég fæ ekki betur séð en dómnefnd svo kallaðrar ,,Frjálsar verslunar" hafi brugðið á leik þegar hún ákvað að útnefna álskrukkuna Rannveigu Rist mann ársins 2008 því oflof dómnefndarinnar um álskrukkuna er í slíkum himinhæðum að til fullkominnar stórháðungar má telja. Fyrir nú utan hversu hlægilegt það er að gera einfaldann lepp alþjóðlegs auðhring að manni ársins í íslensku atvinnulífi. Þvílíkt glens, þvílíkt gaman! Pírumpáruð álskrukka maður ársins!!! Meira að segja Spaugstofan hefur ekki yfir að ráða nægileguhugmyndaflugi til að láta sér detta slíkann súrrealisma í hug.

Ef einhver á skilið titilinn ,,maður ársins í atvinnulífi" þá hlýtur slíkur einstaklingur að koma úr röðum fiskverkafólks eða sjómanna.


mbl.is Rannveig Rist maður ársins hjá Frjálsri verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mætti spyrða þau saman hana og Friðrik Sófusson og hengja upp á þurrkhjalla.  Svei því bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband