Leita í fréttum mbl.is

Flest var það til bölvunar ... (Lína/Net-Lína/Net)

fugl3Það má Guðlaugur Þór Þórðarson eiga, að hann hefir aldrei ná þeim áfanga að þroskast uppúr stuttbuxnamenningu Sjálfstæðisflokksins. Hans ær og kýr, og þar með dugnaður líka, í pólitík hefir fyrst og síðast snúist um rugl, kjaftæði og höfuðóra. Um árabil mætti þessi frjálshuga stuttbuxnavargur reglulega í útvarps- og sjónvarpsviðtöl og sagði orðin ,,Lína/Net" að minnstakosti sextíuogþrisvar sinnum í hverju viðtali. Í lok Línu/Netstímabilsins í lífi Guðlaugs voru þessi tvö orð farin að líkjast meira gargi í sílamávum úr hans munni en mennskra manna máli. 

En svo kviknaði í bakhlutanum á Guðlaugi stuttbuxnastrák og hann var lagður inn á ríkisrekið sjúkrahús. Eftir það var hann gerður að heilbrigðisráðherra og hætti alfarið að nefna ,,Línu/Net" á nafn. Og umsvif hins vígreifa vindmylluriddara frjálshyggjunnar og efnahagshrunsins fóru eins og þau fóru í heilbrigðisráuneytinu: Fátt varð honum að verki, sem betur fer, en það litla sem hann gerði var flest til bölvunar og vakti reiði og hneykslun landsmanna.

En nú er Guðlaugur Þór semsé á leið í prófkjör, sem er fjárfrekur búskaparþáttur alvöru stuttbuxnadrengja og stuttpilsastúlkna. En ég leyfi mér að vona að harðduglegir verktakar úr heilsuvísindastétt muni eftir sínum kammerat og styðji hann og styrki í baráttunni sem framundan er. 


mbl.is „Ekki erfiðasta prófkjörið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Þeir læknar sem ég þekki, sem eru vel að merkja vinstrimenn, voru mjög ánægðir með Gulla sem heilbrigðisráðherra, enda er hann fyrsti maðurinn í allt of langan tíma sem hefur fyrir alvöru reynt að laga til í heilbrigðiskerfinu.

Þá er ég ekki að vísa í einhver einkarekstursáfrorm, þó þau séu vissulega hluti af þessu, heldur í almennar stjórnsýsluumbætur. Læknarnir segja mér að hann hafi verið mjög duglegur að halda sambandi við starfsfólkið og að hlusta á það sem fólk hafði að segja.

Flestir ráðherrar (að Ögmundi meðtöldum, sýnist mér því miður) forðast það erfiða viðfangsefni að ráðast í umbætur, því það er mjög pólítískt vanþakklátt verkefni.

Þessir læknar (og vinstrimenn), sumir hverjir meðal hæst settu og færustu starfsmanna heilbrigðiskerfisins, höfðu jafnvel hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna frammistöðu Guðlaugs.

Auðvitað verður að hrósa mönnum fyrir góð verk, óháð því hvaðan af pólítíska litrófinu þeir koma. Ég er hægri maður, en ber t.d. samt virðingu fyrir ástríðu Jóhönnu Sigurðardóttur á félagsmálum, þó ég sé oftar en ekki ósamála aðferðum hennar og pólítík.

Þórarinn Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband