Leita í fréttum mbl.is

,,Smámistökum" Davíðs og Haaardes fagnað með ópum og lófataki

kapital8Það vakti athygli að þegar Gjeir Haaarde baðst afsökunnar á fáeinum smámistökum, sem kostuðu reyndar þjóðfélagslega niðurlægingu og efnahagshrun, stukku landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hverjir um aðra þvera á fætur lustu upp fagnaðarópi og börðu saman lófum eins upp væri runnin langþráð stund þar sem þeir gætu í sameiningu fagnað blessuðum ,,smámistökunum."

Það má með sanni segja að landsfundur Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir sé mikil gleðisamkoma umvafin helgiblæ.


mbl.is Þjóðstjórn hefði verið hyggilegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Geir og aðrir sjálfstæðismenn eru að líta í eigin barm, viðurkenna mistök og gera efnislega upp við fortíðina, ólíkt öðrum flokkum sem virðast ekki geta dregið mikið meira úr forðabúrum speki sinnar og visku en að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn á misuppbyggilegum nótum, eins og þú gerir hér.

Mér þykir þetta öðru fremur vera merki þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið aðaláttavitinn í íslenskum stjórnmálum, fyrst umræðan snýst aðallega um hvað hann gerði eða gerði ekki frekar en um sýn annarra flokka á framtíðina. Þess vegna er fólk svona reitt út í hann; Íslendingar treystu honum, og hann stóð sig ekki nógu vel.

Það stendur þó eftir að hatur á Sjálfstæðisflokknum er ekki framtíðarsýn sem mun duga Íslendingum að neinu marki. Í skjóli þeirrar orrahríðar sem á hann hafa vinstriöfl fengið mikil sóknarfæri. Ég vona bara að vinstrimenn noti tækifærið og ráðist í málefnalegar rökræður um vinstri-hægri í stað innantómra frasa og skítkasts. Mér fannst t.d. Steingrímur J. frekar flottur í viðtalinu í Zetunni hér á mbl.is, þar talaði hann bara mjög málefnalega að mínu mati.

Þórarinn Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér skilst að landsfundarmenn hafi klappað, en talið var  ópið eða gólið hafi verið frá tófu sem hafi lent í gildru. Síðar kom í ljós að óhljóðin voru rakin til vinstri manns úr Ólafsvík,sem var víst mjög svekktur að komast ekki á landsfundinn.

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Málið er bara þannig vaxið, Þórarinn, að sjálfstæðismenn komast einfaldlega ekki hjá því að stynja upp einhverjum afsökunarbeiðnum til málamynda, skipbrot hugmyndafræði þeirra og afglöp eru af þeirri stærðargráðu að þeir eru til neyddir að kjökra dálítið framan í þjóðina í iðrunarskyni. En hvort þeir iðrast í raun og veru, efast ég um.

Jóhannes Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Það er einmitt það sem þessi landsfundur snýst um, Jóhannes, að skoða þessi mál og gagnrýna frammistöðu flokksins. SJálfstæðisflokkurinn er í naflaskoðun, hann er að skoða sín mál, hann er að axla ábyrgð, hann er að biðjast afsökunar, hann er að vinna að málefnalegum tillögum til úrvinnslu kreppunnar.

Landsmenn verða auðvitað að dæma sjálfir hvort hugmyndafræði þessa flokks hefur virklega beðið skipbrot. Eitt aðalhlutverk fundarins er einmitt að grafa upp sem mestar upplýsingar um aðdraganda hrunsins og setja þær í samhengi -- eins konar rökstuðning til almennings. Þú hefur gert upp hug þinn, og það er ekkert athugavert við það. En það er kannski ekki úr vegi að viðurkenna að þau skref sem Sjálfstæðisflokkurinn er að stíga á þessum landsfundi eru af hinu góða.

Þórarinn Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 19:34

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef að Sjálfstæðisflokkurinn Axlaði einhverja Ábyrgð, Þórainn, legði hann sjálfann sig niður þegar í stað.

Jóhannes Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband