Leita í fréttum mbl.is

Sem betur fer ...

herr1dog6Um Davíð Oddsson er fátt annað að segja en að þar fer maður sem kann ekki að blygðast sín. Það er til marks um yfirþyrmandi dómgreindarleysi þessa kynduga náunga og skort á iðrun, að hann lætur sér ekki muna um að skjögra uppí ræðupúlt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og ausa úr hlandkoppum geðvonsku sinnar yfir þingheim. Sem betur fer er Davíð Oddsson orðinn valdalaus maður; hans pólitíska ferli lauk með því að honum var fleygt öfugum útúr Seðlabankanum eins og illþefjandi skarni eftir að frjálshyggjukapítalisminn, sem hann öðrum fremur keyrði áfram og bar ábyrgð á, hafði kafsiglt efnahagslíf þjóðarinnar með tilheyrandi niðurlægingu.

Athyglisverðast við þessa uppákomu í Laugardalshöllinni í dag er þó að hinir 2000 landsfundarfulltrúar hlógu og klöppuðu látlaust undir fúllyndislegu skítmaki frjálshyggjustrankapteinsins mikla. Er þetta lið haldið krónísku hundslegu undirlægjueðli, eða hvað?


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

já þetta er makalaust.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.3.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Halla Rut

Önd og aðrir eins hugsandi. Þið eruð að negla í ranga spýtu.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 19:56

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hver er þá rétta spýtan Halla Rut?

Jóhannes Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Halla Rut

Þær spýtur hafa eru fúavarðar á eyjum í Miðjarðarhafinu.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Davíð Oddson er talandi dæmi um þá tegund manna sem ómögulega geta sett sig í annarra spor.  Það er talið að hvert 5 ára barn eigi að geta gert það en hafi það ekki sýnt neitt í þá áttina 7 ára, þá skuli leitað geðlæknis, því þá sé á ferðinni mjög sennilega vísbending um alvarlegan geðsjúkdóm sem nefnist í íslensku máli siðblinda.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég veit ekki betur en umræddar spýtur, fúavarðar, séu sköpunarverk Davíðs Oddsonar, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Sjálfstæðisflokksins.

Jóhannes Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 21:04

7 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nú eimist það sem misskilningurinn allur fjallar um.

Davíð reyndi einmitt að passa að spýturnar öðluðust ekki eigið líf og yrðu ekki einu spýturnar sem hlutu vökvun og ásjónu fjölmiðla og manna. Hann vildi gæta þess að allar spýtur fylgdu röðum limgerðisins en yxu ekki frjálsar og óheflaðar í trássi við lög, reglugerðir og almennt siðferði.

Það vorum við, þjóðin, er mótmæltum Davíð er hann reyndi að höggva á greinarnar er stóðu út úr.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 21:10

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það þarf orðið sveinspróf í trésmíði til að ráða í gátur þezzar í athugasemdum þínum.  Flíz eða bjálki ?

Steingrímur Helgason, 28.3.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var nú einmitt þessi sami Davíoddsson sem setti lögin sem maðksmognu raftarnir störfuðu eftir. Það er víst því miður ekki hægt með nokkrum ráðuð að rjúfa samhengið á milli stjórnmálaumsvifa Davíðs Oddssonar og efnahagshrunsins síðastliðið haust. Skeggið var, er og verður alltaf náskylt hökunni, hvernig sem að er farið.

Jóhannes Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 21:23

10 Smámynd: Halla Rut

Ef ég stend fyrir hlaupakeppni þar sem ég set viðeigandi reglur en sumir hlauparanna brjóta reglurnar og hlaupa þvert yfir hringinn án þess að ég geri nokkrar athugasemdir við það. Eiga þá hlaupakeppnir ekki rétt á sér eða er ég óhæf til að halda slíkar keppnir? Og eiga svo þeir sem svindluðu rétt á að halda bikurunum eða á að taka þá af þeim og meina keppni í fleiri keppnum?

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Erum við að tala sama tungumálið Halla Rut.

Viltu líkja þessu saman?  Ef hlaupakeppnin kæmi öðrum við en þeim sem hlaupa, þá myndum við banna hlaupakeppnir. punktur!

Við getum ekki líkt þessu saman Halla Rut, það er ekki nokkur lifandi leið.  Þessir hlauparar sem við erum að tala um hlupu með fjöregg þjóðarinnar og það á ekki nokkur að fá leyfi til..........annar punktur!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 21:56

12 Smámynd: Halla Rut

Er það ekki einmitt það sem ég er að segja Ingibjörg...þeim átti ekki að vera það leyft og þeir eiga ekki að fá að taka þátt aftur.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:10

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Davíð og hjarðsveinar og meyjar eru ábyrg fyrir því hruni sem hér varð. Ég þakka Davíð innilega fyrir ræðuna og þessum 2000 sjálfstæðismönnum sem tóku undir fimmaurabrandara Davíðs á kostnað annarra á mjög svo ógeðfeldan hátt. Takk - það kvarnast af ykkur atkvæðið - áfram Davíð - meiri Davíð - Davíð í framboð...

Birgitta Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 22:16

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það á bara engin að fá leyfi til þess, ekki nokkur einasti maður.  Það átti aldrei að leyfast.  Þessir Icesave reikningar voru algjörlega á ábyrgð okkar, þar sem seðlabanki, fjármálaráðherra og eftirlit leyfðu það.  Þeir eru 100% ábyrgir.  Hvernig má það vera að við almúginn séum að ábyrgjast áhættusækni auðmanna sem eru svo fátækir í sálinni að þeir sem ættu nú að koma og biðjast afsökunar og skila einhverju af þýfinu, Nei þeir eru bara í felum og fá að vera það.

En ekki lengi.  Norska vinkona mín Eva Jolý mun draga þá fyrir dómstóla.  Þokkum Jóhönnu af Örkinni það ásamt Skallagrími og fleiri góðum.  Sjáðu bara til Halla Rut, ég er búin að segja þér að ég sé skyggn.

Takk Jói minn fyrir lánið á síðunni þinni, finnst þér ekki gaman að hafa tvær ljónynjur að karpa inn á þínum velli?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.3.2009 kl. 22:18

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í guðanna bænum haldið áfram að karpa á síðunni minni Ingibjörg og Halla Rut. Gott fólk er alltaf velkomið á mitt heimili.

Jóhannes Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 22:23

16 Smámynd: Halla Rut

Ég og Ingibjörg erum bestu vinkonur hér á blogginu Jóhannes. Það er bara örlítill skoðana mismunur á okkur sem ég er að vinna í að laga.

Það er gott að vitja þig heim, Jóhann, þótt óboðin sé. Takk fyrir gestrisnina.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Halla Rut

Heyrðu, Ingibjörg, svo þrasið haldi hér áfram ef Jóhann leyfir. Það er hinum útblásna og rauðhærða þáttastjórnanda á RÚV að þakka að Jolý er hér en ekki þínu fólki. Heiðurinn skyldi sá hljóta er á.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 22:30

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var einmitt að hugsa það sama og Birgitta skrifar....svona ræða eins og Davíð flutti í dag gerir ekkert nema hjálpa sjálfstæðisflokknum að tapa fleiri atkvæðum. Meira að segja nokkrir gallharðir sjálfstæðismenn gengu út af landsfundinum vvegna þess að þeir urðu hneykslaðir. Hinir sem eftir sátu héldu hins vegar áfram að klappa og hlægja og fylgja foringjanum blint á þessari vegferð í svaðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 23:57

19 Smámynd: Halla Rut

Katrín: Erum við ekki aðeins að verða ofurviðkvæm í þessu öllu saman. Má ekki grínast lengur. Svona svona. 

Það mátti svo alveg móðga þessa menn er gengu út enda voru þeir partur af spillingunni er við öll mótmælum hér.

Halla Rut , 29.3.2009 kl. 00:38

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ert þú að mótmæla spillingunni á sama tíma og þú mærir Davíð, Halla Rut ?

Hvar hefur þú verið síðasta áratuginn ?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa verið spillingin uppmáluð undanfarin áratug.  Eða getur þú nefnt mér einhvern sem hefur staðið sig betur þar ?

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:52

21 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég bið forláts, en ég þarf virkilega að leggja mig stundum eins og aðrir sem þurfa að vinna meðfram því að blogga.  Ég sem sagt fór að sofa án þess að biðja bænirnar mínar, komst ekki nema að brauðinu og gleymdi að senda ljós til Höllu Rutar, geri það hér með.

Ég er búin að reyna og reyna að opna augu harðkapitalistanna á villu þeirra vegar og stundum hefur mér tekist ansi vel, en ég held að ég þurfi beinsnertingu við Höllu Rut, eins og við son minn þegar hann átti að læra heima, þá gilti það að sitja þétt við síðuna á honum og pikka létt í höndina á honum þegar hann var að vaða út fyrir efnið.

Halla mín, hvenær getur þú hitt mig?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.3.2009 kl. 09:24

22 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ljóst Jóhannes, að á þessum "landsfundi" íhaldsins var ekki skortur á undirlægjueðli, svo mikið er víst. Þvílík niðurlæging. Ég er illa svikinn ef Ólafur Thors hefur ekki farið einn hring í gröfinni núna...og kannski nokkrum sinnum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2009 kl. 10:09

23 Smámynd: Hlédís

Þeir hafa bylt sér fleiri, Hafsteinn!

Mætti segja mér að Bjarni Ben. fyrsti og Einar Oddur sem blandað var í þvæluna, hefðu hvorugur klappað né hlegið í gær.

Hlédís, 29.3.2009 kl. 16:18

24 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það var nú einmitt þessi sami Davíoddsson sem setti lögin sem maðksmognu raftarnir störfuðu eftir.

Mér þykir ansi mikið til koma ef einn maður getur ákveðið lög á landinu bara sí svona, er ekki líka málið að hann reyndi í nokkrum tilvikum að setja lög til að stoppa þetta lið í útrásinni en með hjálp fjölmiðla í eigu útrásaliðsins þá var aldeilis komið í veg fyrir það?

Man einhver eftir t.d. fjölmiðlalögunum sem Ólafur Rangar stoppaði? og var það ekki hún Ingibjörg Sólrún sem stoppaði lög er settu fram dreifðann eignarhlut á bönkum sem hefði gert þessu fólki erfiðara fyrir að arðræna landið?

Vissulega er hann maðurinn sem opnaði dyrnar fyrir þessu en það er ekki hægt að saka mannin fyrir gjörðir og lögbrot annars fólks.

Það er nokkuð víst að áróður fjölmiðla gagnvart Davíð hefur skilað sér vel því maðurinn má ekki opna munninn þá loga fjölmiðlar og blogg um hvað hann sagði, allt saman rifið úr samhengi og útatað af hatri.

Anna : Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa verið spillingin uppmáluð undanfarin áratug.  Eða getur þú nefnt mér einhvern sem hefur staðið sig betur þar ?

Get ekki séð mikinn mun á núverandi ríkistjórn og því er þú sakar þá fyrri um!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 18:49

25 Smámynd: Hlédís

Hæ. hó Jóhannes!

 Halldór hefur fyrir því að opna (nafnlaust) Mogga-blogg, eingöngu til að svara þessum pistli þínum.    Hér er sem sagt silfurskotta í dulbúningi!  Held ég kíki aftur á pistilinn. hann hefur komið við einhver líkþornin

Hlédís, 30.3.2009 kl. 19:08

26 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór hefur fyrir því að opna (nafnlaust) Mogga-blogg, eingöngu til að svara þessum pistli þínum. 

Það er nú ekki alveg rétt, þetta nafnlausa moggablogg er skráð með fullu nafni og raf-póstfangi ásamt öllum upplýsingum er beðið er um í skráningu og eru þær allar réttar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 19:30

27 Smámynd: Hlédís

Gott ef 'Halldór' er búinn að gangast við bloggi sínu eftir kl. 19:05 í dag er það hafði ekki ábyrgðarmann - ekki hirði ég um það.

Hlédís, 30.3.2009 kl. 20:22

28 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Gott ef 'Halldór' er búinn að gangast við bloggi sínu eftir kl. 19:05 í dag er það hafði ekki ábyrgðarmann - ekki hirði ég um það.

Já það er víst, ég er nýr í þessu og hafði ekki mikla hugsun bakvið stillingar er ég stofnaði notanda.

Sé það núna að það þarf að hafa fyrir því að sýna þetta fulla nafn er var skráð í byrjun.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 18:16

29 Smámynd: Hlédís

Velkominn í bloggið, Doddi!  Tek silfurskottu-nafngiftina fúslega til baka - jafnvel þó þú vitir sennilega ekki hvað hún þýðir.

Hlédís, 31.3.2009 kl. 18:55

30 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Takk fyrir það.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.3.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband