Leita í fréttum mbl.is

Júdasar líkar lenda leiksbróður sínum hjá

monni1_827521.jpgjudas1_827523.jpgÞað verður eflaust glatt á hjalla á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í dag, mikið um faðmlög, kossa og glasaglaum hvar drukkið verður minni litla sósíalistans sem sjálfstæðismenn í Austurlöndum nær krossfestu fyrir hart nær 2000 árum. Þarna verður áreiðanlega mættur frjálshyggjuklerkurinn síra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur með messuvín og fyrirbænir; ef ég þekki hinn frjálshyggna kennimann rétt mun hann leggja sérstaka áherslu á að blessa guðdómleg fjárframlög banka og stórfyrirtækja í sjóði Sjálfstæðisflokksins að fornu og nýju. Það er heldur ekki á hverjum degi sem einni dauðlegri prestsskepnu auðnast að signa mörg tonn af 30 silfurpéníngum í einu lagi.

Og mikið ósköp á eftirfarandi vers eftir sálmaskáldið á Hvalfjarðarströnd vel við um Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir:

Sjá hér, hvað illan enda

ótryggð og svikin fá;

Júdasar líkar lenda

leiksbróður sínum hjá;

andskotinn íllskuflár

enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna,

sem fara með fals og dár.

(Hallgrímur Pétursson)


mbl.is Þingflokkur fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú eins og þetta hafi verið samið til þeirra Sjálfgræðismanna. Svona háttalag reyndar er alltaf endurtaka sig, fólk gleymir sér í græðgi og fláræði og veður yfir allt og alla. þessvegna á textinn við á öllum tímum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband