Leita í fréttum mbl.is

Engin önnur skynsamleg leið í boði

Það er algjör óþarfi að reyna að snúa útúr orðum Katrínar Jakobsdóttur um blandaða leið launalækkana og niðurskurðar. Það er því miður engin önnur skynsamleg leið í boði. Það verður með öllum ráðum að verja þann snefil af velferðarkerfi eftir er. Miðað við útúrsnúninga sjálfstæðismanna á stefnu VG í ríkisfjármálum, tekjuöflun og útgjöldum, mætti ætla að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að því að ná fram sem mestu atvinnuleysi, fjöldagjaldþrotum heimila og þjóðargjaldþroti. Það er full ástæða fyrir kjósendur að vara sig á Sjálfstæðisflokknum; Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur í þeim skilningi sem þorri almennings álítur að stjórnmálaflokkur sé og eigi að vera, heldur er þetta fyrirbæri massív samtök valdasjúkra auðvaldsmafíósa og ójafnaðarmanna.

Eftir það sem á undan er gengið er full ástæða til að tekið verði af hörku á Sjálfstæðisflokknum, hann lagður niður og starfsemi hans bönnuð með lögum frá Alþingi. Þannig er farið með hliðstæð stjórnmálaöfl í öllum siðuðum löndum.


mbl.is Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband