Leita í fréttum mbl.is

Hinn stórbrotni stjórnvitringur og kaghýðing eftir viku

fleng.jpgHinn stórbrotni stjórnvitringur, Gvöðlaugur Þór Þórðarson, veit uppá hár að ástæðan fyrir alþingiskosningum eftir viku sé vinstriflokkunum að kenna, og að vinstriflokkarnir hafi einungis boðað til kosninga til að valda Sjálfstæðisflokknum sem mestum skaða. Ennfremur gat stjórnvitringurinn þess að það eina sem sameinaði vinstriflokkana væri fólska þeirra í garð Sjálfstæðisflokksins.

Á hinn bóginn virðist Gvöðlaugi, þó stórgáfaður sé, ómögulegt að muna og því síður að gera sér grein fyrir að það var þjóðin, með búsáhaldabyltingu og öðru andófi, sem hrakti Sjálfstæðisflokkinn frá völdum eftir að hann hafði komið þjóðinni á vonarvöl með dæmalausri óstjórn, spillingu, lygum og glæpsamlegri efnahagsstefnu sem kennd er við frjálshyggju.

Liðsmenn Sjálfstæðisflokksins í einkavæddum fjármálageiranum tóku stöðu á móti íslensku krónunni. Íslenska þjóðin svaraði að bragði með því að taka stöðu á móti Sjálfstæðisflokknum.

Í kosningunum þann 25. apríl næstkomandi verður Sjálfstæðisflokkurinn kaghýddur á bert rassgatið um land allt. Þá hýðingu getur Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst þakkað sjálfum sér, en einkum þó og sér í lagi gjörspilltri forystu sinni og þeim djöflaher sem kringum hana hefur dansað síðustu tvo áratugina.  


mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband