Leita í fréttum mbl.is

Páll postuli, Axlar-Björn og páfinn

pall0.jpgbjorn_i_xl.jpgÞað verður að teljast laglegt hjá Benedikt XVI að finna beinin af Páli postula undir altarinu í kirkjunni hjá sér. Þetta er eins og ef Eggert Haukdal á Begþórshvoli rækist óforvandis á lærlegg karls hins skegglausa, Njáls bónda Þorgeirssonar, undir svefnherbergisgólfinu hjá sér. Nú má svosem vel vera, að einhver bein hafi komið í leitirnar undir altari Pálskirkjunnar, en því miður eru jafn miklar líkur á að þau hafi þegar best lét tilheyrt einhverjum Axlar-Birni þeirra Rómverja eins og hinum galna Páli postula. Þá gætu þetta allt eins verið bein úr sauðkind eða hundi, en slíkar fornmenjar eru til muna minna heilagar en bein postulans Páls - eða hvað?

Á sínum tíma fann Þórmundur fornleifafræðingur beinahrúgu undir löngu aflögðum fjóshaugi á fornbýlinu Litlakoti í Landsmannahreppi í Dal. Óður og uppvægur hélt Þórmundur því fram að þar væru komin bein ekki ómerkari persónu en Snorra Sturlusonar rithöfundar í Reykholti. Aftur á móti voru starfsbræður Þórmundar, sem og aðrir fræðimenn ekki eins óðir og uppvægir og drógu kenningu hans um bein Snorra stórlega í efa. Útaf þessum fjandans beinum spratt svo harðvítug deila, sem lauk með því að farið var með Þórmund fornleifafræðing á geðveikrahælið, þar sem hann fékk að dúsa næstu áratugina. Af þessu má sjá, að það hefur aldrei borgað sig að finna bein af frægum fornmönnum. Það ætti Benedikt XVI að hafa í huga áður en hann heldur áfram með beinavitleysuna sem hann þykist hafa fundið undir altari Pálskirkjunnar, það er að segja ef hann vill komast hjá því að verða settur á Klepp. 


mbl.is Leifar Páls postula fundnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekkert ket á þezzum beinum vízazt....

Steingrímur Helgason, 28.6.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Benedikta E

Páfinn segir að þetta sé vísindalega sannað - þið efist varla um það - eða hvað ?

Benedikta E, 28.6.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Kaþólska kirkjan tekur bara mark á vísindalegum sönnunum þegar það hentar henni. Annars vantar Vatíkaninu bara peninga í gróðamaskínuna sína svo þetta ætti að lyfta aðeins undir pyngjuna hjá þeim. Næst finna þeir Ésú þegar þeir eru orðnir blankir.

Sævar Einarsson, 29.6.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér gæti ekki staðið meira á sama. Bein af dauðri mannveru skipta mig ekki máli, hvort sem það væru mín eða annarra.  Það er sálin sem meikar diff. Talið við mig þegar þeir finna sálina úr dauðri mannveru og ég mun láta mig málið varða.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.6.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vona að Benni XVIX eigi ekki hund.

Villi Asgeirsson, 29.6.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Mér þykir umfjöllun þessi og athugasemdir við hana einkennast mjög af fordómum og fjandskap í garð kaþólsku kirkjunnar. Leyfi ég mér að efast um að flest ykkar hafi tekið sér fyrir hendur að skoða kenningu hennar og forsendur með opnum huga.

Þar fyrir utan efast varla nokkur vísindalega sinnaður maður um tilvist Páls frá Tarsus, enda heimildir um lífshlaup hans meiri og fjöbreyttari en margra samtímamanna hans.

Auðvitað er það alltaf spennandi frétt þegar fornleifafundir renna stoðum undir gamlar sögur. T.d. þegar leifar brunarústa fundust á Bergþórshvoli og líkams- og vopnaleifar í Gaukshöfða, sem renndu stoðum undir söguna um Gauk Trandilsson.

Emil Örn Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband