Leita í fréttum mbl.is

Hvort skal nú vinna fyrir vinskap manns (Jóhönnu, Össurar og Árna Páls)

oss.jpgÞað er auðsjánlegt á grein Ögmundar að honum er ofboðið. Enda ekki að undra. Þjóðin er á hnjánum í miðri drulluforinni sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylkingin köstuðu henni útí af síku ábyrgðarleysi að manni koma ósjálfrátt í hug orð eins og landráð og stórglæpamennska. Og Samfylkingunni virðist ekki nóg að gert. Þessu vesalings fólki virðist hreinlega í mun að leggja þjóðina lágrétta á grúfu ofaní forarvilpu niðurlægingar og uppgjafar. Hvað samfylkingarforystunni gengur til er svo sem augljóst: Öllu skal fórnað, æru, sjálfsvirðingu og þjóðfrelsi, bara ef það gæti orðið til að auðvelda Samfylkingunni það ætlunarverk sitt að svíkja Ísland inní auðvaldsmaskínu ESB.

Það má ljóst vera að Samfylkingin er alvarleg meinsemd í íslenska þjóðarlíkamanum, ekki síður en glæpasamtökin alræmdu sem kenna sig við sjálfstæði og framsókn. 

Hlutverk íslenskra stjórnmálamanna um þessar mundir er koma þjóðinni af hjánum og uppá fæturnar, en ekki öfugt, það veit Ögmundur manna best þeirra er nú sitjá á Alþingi. Það er komið að ögurstundu hjá Steingrími J. og VG; hvort skal nú vinna fyrir vinskap manns (Jóhönnu, Össurar og Árna Páls) að víkja af götu sannleikans eða stjanda með alþýðu landsins, reisn þjóðarinnar og sjálfsvirðingu?


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband