Leita í fréttum mbl.is

Til hvers að fara í nærbuxur, eska?

ass1Yfirlýsing bjartsýnisboltans Gunnars Jósefssonar, þess efnis að hann ætli að opna vídeó sitt aftur eins fljótt og auðið er eftir að eldur hafi verið lagður að því, minnir mig á samtal tveggja heiðurseinstaklinga fyrir 35 árum. Þannig var að maður nokkur, mætur og glaðsinna, hringdi í frillu sína laust eftir hádegi á sunnudag og óskaði eftir að hún kæmi til fundar við sig. Frillan var eitthvað treg til, kvaðst ekki vera komin á fætur, auk þess hálfslöpp og af sér gengin eftir jörvagleði laugardagins. Minn maður var ekkert uppá það kominn að gefast upp við svo búið og eggjaði frillu sína lögeggjan að hafa sig á kreik. Loks kom þar að, að frillan var að því komin að láta undan þrýstingnum og sagði sem svo, að þá yrði hún víst að byrja á því að fara í nærbuxurnar. - Til hvers eska?, spurði maðurinn forviða. - Til hvers að fara í nærbuxur eska?, - það er bara til að fara úr þeim aftur, eska. Við að heyra skoðun elskhugans á umræddu nærbuxnamáli féll frillunni allur ketill í eld og afþakkaði alfarið heimboðið með þeim orðum að hún væri fárveik, með 40 siga hita og bullandi niðurgang.

En næstu helgi var frúin búin að ná sé að fullu og brunaði eins og tignarleg freigáta til fundar við kunningja sinn magakveisulaus, hitalaus, og að sjálfsögðu nærbuxnalaus!

Já, eska. 


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha ha ha....Góður !

Já eska í næríur eska....

Níels A. Ársælsson., 30.8.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður þessi :) :)

Guðmundur St Ragnarsson, 30.8.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband