Leita í fréttum mbl.is

Örlög Kjartans grábrókar háskólastúdents

BushEkki verđur annađ sagt en háskólatúdentarnir sem sviku milljónir á milljónir ofan útúr Atvinnuleysistryggingasjóđi séu einstaklega vel heppnađir einstaklingar og stórefnilegir framtíđarembćttismenn. Ţađ er áreiđanlega mörgum tilhlökkunarefni ađ geta sagt um sóknarprestinn sinn: ,,Hann er einn af ţessum sem rćndu aurum af atvinnulausum ţegar hann var ađ lćra."

Svo er líka spurning hvar andskotans börnin lćrđu ađ haga sér međ ţessum hćtti ţegar ţau voru farin ađ nema frćđi viđ ćđstu menntastofnanir. Ég gćti best trúađ, ađ svona ungar komi af vel grćđgisvćddum íhalds- og fframsóknarheimilum og á ţeim sannist hiđ fornkveđna, ,,ađ eftir höfđinu dansi limirnir."

Í gamla daga ţekktum viđ félagarnir Kjartan grábrók háskólastúdent. Ég vil taka ţađ fram ađ hann var ekki vinur okkar í neinum skilningi ţó ađ viđ ţekktum kauđa ágćtlega. Kjartan grábrók var undan vellríkum og gráđugum foreldrum, sem bćđi hafa, áratugum saman, veriđ frammáfólk í Sjálfstćđisflokknum. Sjálfur var Kjartan í Heimdalli og talađi sjaldnast um annađ auđvirđilegt gróđabrall, sem hann kallađi samkvćmt innrćti sínu ,,eftirsóknarvert frelsi í viđskiptum." Hluti af ţessu margumtalađa eftirsóknarverđa frelsi í viđskiptum Kjartans grábrókar fólst m.a. í ţví ađ selja rosknum konum, sem hann hitti í danshúsinu Glćsibć, blíđu sína. Taliđ var ađ minnsta kosti fimm svona kerlingar hafi veriđ fastakúnnar hjá Kjartani á námsárum hans. Og auđvitađ gerđist Kjartan grábrók mikill höfđingi ađ háskólanámi loknu; sigldi bókstaflega međ himinskautum á sviđi farsćldar og auđlegđar. 

En fyrir tćpu ári síđan steytti veraldarfley Kjartans á einu ćgilegu blindskeri. Ţađ var eins og karlgarmurinn hefđi keyrt á ţúsundfaldan vegg; hrćđilegur leki kom ađ fjárhirslum hans og allt fór óforvandis útum lćri og maga eins og sagt er. Síđan ţá hefur Kjartan grábrók veriđ í felum og á flótta undan öllu og öllum, utan hvađ hann hefur komiđ tvisvar eđa ţrisvar fram í fjölmiđlum til lýsa ţví yfir ađ hann sé alsaklaus af bankahruninu og ţjóđargjaldţrotinu. Nú segja mér vísir menn, ađ ađeins kraftaverk geti komiđ í veg fyrir ađ Kjartan okkar grábrók, og ýmsir fleiri af hans sauđahúsi, lendi í fangelsi til margra ára fyrir hluti sem hann ţó hefur svariđ oftar en einusinni af sér fyrir framan alţjóđ.

Ţađ má me sanni segja, ađ ţađ hafi veriđ ógćfa Kjartans ađ: 1.) fćđast međ gullskeiđ í trantinum. 2.) lćra ,,eftirsóknarvert frelsi í viđskiptum" sem ćđri vísindi viđ háskóla. 3.) éta yfir sig af frjálshyggjukjaftćđi framreiddu af H. H. Gissurarsyni prófessor.


mbl.is Skođa frekari bótasvik námsmanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband