Leita í fréttum mbl.is

Þó er enn dapurlegra að ...

Hannes og miltonVíst eru barnalánin dapurlegur vitnisburður um græðgina sem tröllreið þjóðfélaginu um margra ára skeið. Urædd grægi var holdgert afkvæmi frjálshyggjukapítalismans, sem var upphaf og endir allra stjórnmálaumsvifa Sjálfstæðisflokksins öll þau 18 ár sem hann réði lögum og lofum í Stjórnarráðinu (1991-2009); enda var ein vinsælasta kennisetning frú Margrétar Thatcher eitthvað á þá leið, að nauðsynlegt væri að virkja græðgina. En Margrét þessi hefur lengi verið mjög í hávegum höfð hjá hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokknum þar sem Hannes nokkur Hólmsteinn hefur farið fremstur í flokki.

Og þó barnalánin séu dapurleg staðreynd , þá er samt enn dapurlegara að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn eiga allnokkra fulltrúa á Alþingi íslendinga. Miðað við afleiðingarnar af stjórnmálastefnu þessa hættulega Flokks, hefði verið rökrétt að hann hefði þurkast útaf þingi í síðustu kosningum. En því miður var þjóðin ekki nægilega vel upplýst til að svo gæti orðið. 


mbl.is Dapurlegasta dæmið um græðgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband