Leita í fréttum mbl.is

Hvað á svona fíflagangur að þýða?

Það dálítið merkilegt, þó ekki sé meira sagt, að Sjómannafélag Íslands skuli á þessum tímapunkti rakna úr góðærisrotinu til að mótmæla fyrirhuguðu afnámi sjómannaafsláttar með því hvetja sjómenn til að sigla í land.

Ég minnist þess ekki að fyrrgreint sjómannafélag, né önnur sjómannafélög, hafi mótmælt einu eða neinu með viðlíka hætti í mörg herrans ár, þrátt fyrir að meiri ástæða hafi verið til. Afhverju hafa sjómenn t.d. aldrei mómælt þeirri staðreynd, að útvegsmenn hafi rænt gjörvallri íslensku fiskveiðilögsögunni til að braska með aflaheimildir sín á milli?; að útgerðarmenn hafi gert fjölda sjómanna að leiguliðum í kvótakerfinu, arðrænt suma hverja innað skinni; látið þá taka þátt í olíukostnaði langt umfram raunverulegan olíukostnað; stillt þeim upp við vegg með hótunum um atvinnumissi ef þeir eru ekki tilkippilegir í brjóta kjarasamninga, taka þátt í kvótakaupum, stunda brottkast og framhjálandanir og gera sér að góðu fiskverð sem ákveðið er einhliða af útgerðarmönnum? Hvað á svona helvítis fíflagangur að þýða?

En þegar til stendur að afnema ríkisstyrk til útgerðarinnar í formi svokallaðs sjómannaafsláttar, rísa góðvinir stórútgerðarinnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur uppá afturlappirnar eins og draugar frá sautjándu öldinni og mótamæla og heimta að skipin verið bundin við bryggju þar til ríkisstjórnin hætti við að afnema þennan umdeilda ríkisstyrk til útgerðarmanna. 


mbl.is Hvetja sjómenn til að sigla í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjómenn hafa sjaldan eða aldrei staðið saman sem "heild" og því einfalt viðureignar útgerðarmanna - verkalíðsforusta hvaða nafni sem hún heitir er hálfgerð "þægindasveit" afdankaðra, sem hugsa af stærstum hluta einvörðungu um "rassgatið" á sjálfum sér

Ég væri þó ekki hissa á því að sjá sjómenn taka á sig þessa "skerðingu" sem nú stefnir í, sól er þó ei að kveldi komin........

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Sigurjón

Það er deginum ljósara að Sjómannafélagi Íslands er stjórnað af vitskertum öfgahægri-Sjálfstæðismönnum...

Sigurjón, 27.11.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Sigurjón þeir eru líka illþýði og múturþægir aftaníosar LÍÚ.

Þvílík helvítis vesalmenni !

Níels A. Ársælsson., 27.11.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kjaftæði Sigurjón

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Guð hvað ég er sammála Sigurjóni næstum því frænda mínum.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.11.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvaða ansk bull - tilgangslaust að hengja heilann flokk á svona - en þið getið svo sem átt þetta þið næstum frændsystkyn

Jón Snæbjörnsson, 27.11.2009 kl. 22:11

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Bara að það væri hægt að heng´n í´eitt skipti fyrir öll.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.11.2009 kl. 22:53

8 Smámynd: Sigurjón

Hahaha!  Mikið er gaman að ykkur...

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 08:42

9 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Sigurjón það er oftast voða ganan þegar vel gengur samanber ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar.

Níels A. Ársælsson., 28.11.2009 kl. 10:37

10 Smámynd: Sigurjón

Jamm Níels, þetta er reyndar gott hjá þeim.  Það er ekki spurning að það þarf að breyta þessu sjávarútvegskerfi og það frá grunni.

Kv. úr austri, Sigurjón

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 11:30

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú hefur nú sjaldan sannari orð skrifað Jóhannes.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.11.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband