Leita í fréttum mbl.is

Ófyrirgefanlegar villur

Það er aldeilis ekkert nýtt, að menn lendi á öðrum stað en þeim sem ætlað var í upphafi. Og engann þarf að undra þó útlenskir kapteinar rugli saman hundsrössum eins og Reyðarafirði og Reykjavík.

Eitt sinn lenti Kolbeinn okkar Kolbeinsson í því að hafna á öðrum stað en hann ætlaði sér. Hann hafði tekið þátt í glöðu samsæti hjá vinfólki sínu þar sem ýmislegt krassandi sveif yfir vötnum. Síðla nætur lagði hann fótgangandi af stað þeim til sín, þar sem frú Ingveldur beið hans með barefli í hönd.

En í stað þess að stefna í austurátt, til heimilis síns, hélt Kolbeinn rakleitt í vestur. Undir morgun skreið hann innum glugga, sem hann hélt að væri stofuglugginn heima hjá honum. Ekki var hann fyrr lentur á meintu stofugólfi, en karlmaður nokkur stóð yfir honum með græðgislegt fýsnarglott á vör. Skipti engum togum, að maður þessi tók Kolbein heldur en ekki sér til leiks á hreint svívirðilegan hátt.

Um hádegisbil birtist svo Kolbeinn við sitt rétta heimili, hræðilega illa til reika, í öfugum buxunum, skyrtulaus og hafði týnt öðrum skónum. Mjög var hann heilsuveill eftir þessa meinlegu vegvillu, gat t.d. ekki setið í hálfan mánuð á eftir og var mjög undarlegur til höfuðsins eftir barefli frú Ingveldar, sem tók villu mans síns mjög óstinnt upp. Og sannaðist þar hið fornkveðna, að ýmsar villur eru Guði ekki þóknanlegar þó aðrir taki þeim fagnandi. 


mbl.is Ætlaði til Reyðarfjarðar en stefndi á Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband