Leita í fréttum mbl.is

Pokurinn vitnar gegn galdrakarlinum Gestsson

djöfsiÍ Íslandsklukkuni er sagt frá því þegar bölvaður Pokurinn vitraðist honum Sigurði sáluga á banasænginni og vitnaði á móti galdramanninum Jóni Þeófílussyni, en sá vitnisburður varð Jóni karlanganum að falli, en þá var líka kýrin dauð og folaldið komið ofaní pyttinn.

Og enn er Pokurinn á ferðinni, þess albúinn að leggja grjóthnullunga í götu íslensks nútímagaldrakarls. Að þessu sinni stekkur ófétið fram í líki breskrar lögmannastofu og vill óður og uppvægur sverja gegn ekki minni persónu en sjálfum Svavar Sendiherra Gestssyni, sem á árum áður varð frægur fyrir að leika alþýðuhetju. Ómögulegt er að segja til um hvað Pokurnum gengur til með þessum sóðaleik, en ekki kæmi á óvart að hann hafi á prjónunum ráðagerð um að ræna englasál Sendiherrans og hans lærisveina í VG.


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband